Kristniboðsdagurinn – kaffisala ofl

Kristniboðsdagurinn er í ár sunnudagurinn 10. nóvember. Það er komin hefð á að þann dag haldi Kristniboðsfélag karla sína árlegu kaffisölu til styrktar starfinu. Kaffisalan verður haldin í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58- 60, 3. hæð kl. 14- 17. Verð fyrir kaffihlaðborð er 3500 kr á fullorðinn, 1500- fyrir 6- 12 ára og frítt fyrir yngri en 6 ára. Allur ágóði fer til kristniboðsstarfsins

Þennan dag verða kristniboðar og starfsfólk SÍK víða í kirkjum og segja frá starfinu okkar og predika. Sigríður Schram sem er nú að búa sig undir að taka við stöðu framkvæmdastjóra mun tala í útvarpsguðsþjónustu sem send verður út frá Dómkirkjunni kl. 11. Guðlaugur Gunnarsson kristniboði predikar í Hallgrímskirkju kl. 11, Kjartan Jónsson kristniboði predikar í Seltjarnarneskirkju kl. 11 og verður með kynningu á kristniboðsstarfinu í Lindakirkju kl. 20. Ásta B. Schram formaður SíK verður á Akureyri og talar í fjölskylduguðsþjónustu í Glerárkirkju kl. 11 Hún tekur einnig þátt í samveru í kirkjunni seinnipartinn og mun hitta kristniboðshópinn á Akureyri. Á Álftanesi er haldið upp á kristniboðsdaginn viku seinna eða 17.nóvember. Þar verður gestur frá SÍK (nánar auglýst síðar)

Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri SÍK er staddur í Keníu og verður þar fram í miðjan nóvember þar er hann m.a. að kenna leiðtogum kirkjunnar. Með í ferðinni er Bryndís Róbertsdóttir móttökuritari skrisftofunnar. Hægt er að fylgjast með ferðum þeirra á samfélagsmiðlum okkar. Helga Vilborg Sigurjónsdóttir verkefnastjóri er að mestu í leyfi frá störfum á vettvangi vegna veikinda en sinnir því sem hún getur að heiman.