Kristniboðsdagurinn 12. nóvember 2023

Kristniboðsdagur Þjóðkirkjunnar er haldinn annan sunnudag í nóvember ár hvert. Þá er mælst til þess að kristniboðsins sé sérstaklega minnst í kirkjum landsins og einhverjir söfnuðir hafa þá tekið samskot sem renna til starfsins.

Það verður mikið um að vera þennan dag einnig í Kristniboðssalnum

Kl. 11 verður útvarpsguðsþjónusta frá Sandgerðiskirkju þar sem Kjartan Jónsson, kristniboði predikar. Tónlist verður í umsjá Keith Reed og Rafns Hlíðskvists Björgvinssonar. Messan verður tekin upp fyrirfram og býðst kristniboðsvinum að koma og taka þátt sem kirkjugestir. Upptakan fer fram kl. 17 og gott ef fólk getur verið mætt kl. 16: 50

Ragnar Gunnarsson, kristniboði og framkvæmdastjóri SÍK mun fara norður á Akureyri þessa helgi og taka þátt í ssmverum og guðsþjónustum á kristniboðsdaginn en hann er nýlega kominn heim frá Keníu

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir kristniboði og heimstarfsmaður SíK mun heimsækja Guðríðarkirkju kl. 11 á kristniboðsdaginn 12. nóv og Bessastaðakirkju þann 19. þar sem þá verður kristniboðssamvera.

Komin er hefð á að Kristniboðsfélag karla haldi kaffisölu þennan dag og verður hún í Kristniboðssalnum kl. 14- 17 (sjá nánar sér auglýsingu) Við hvetjum alla til að fjölmenna og styrkja starfið okkar.

Að kvöldi kristniboðsdagsins, kl. 20, verður kristniboðssamkoma í Kristniboðssalnum. Beyene Gelasse sem er fæddur og uppalinn í Konsó í Eþíópíu talar en hann hefur búið hér á Íslandi sl.tvo áratugi. Hópur Eþíópa syngur og dansar og við fáum fréttir af kristniboðunum okkar.

Við hvetjum kristniboðsvini til að taka þátt í kristniboðsdeginum, sýna starfinu stuðning og fagna því verki sem Guð hefur unnið og er að vinna í gegnum starf Kristniboðssambandsins