Krílasálamr eru notaleg tónlistarnámskeið fyrir foreldra með ung börn. Þessi námskeið eru haldin víða í kirkjum og hafa verið mjög vinsæl. Undanfarin ár hafa slík námskeið verið haldin í Kristniboðssalnum með sérstaka áherslu á að erlendir foreldrar geti lært íslensku í gegnum sönginn og átt á sama tíma gæðastund með börnum sínum. Þrátt fyrir að árherslan sé meðal annars að kenna tungummálið er námskeiðið opið öllum og margir íslenskir foreldrar nýtt sér það líka. Nýtt námskeið hefst mánudaginn 6. febrúar og mun standa til að byrja með í átta vikur eða fram að páskum. Kennt er einu sinni í viku á mánudögum kl. 10:30- 11:30
Þátttaka er ókeypis en skráning er nauðsynleg og fer hún fram í gegnum netfangið helga.vilborg@sik.is þar sem fram þarf að koma nafn barns og aldur auk nafn foreldris eða forráðamanns.
Umsjón með námskeiðinu hefur Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, tónmenntakennari, söngkona og starfsmaður SÍK og með henni kenna Bryndís Mjöll Schram Reed og Angela Joransen