Krílasálmar í Kristniboðssalnum

Krílasálmar hefjast aftur í kristniboðssalnum mánudaginn 5. febrúar. Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir ung börn með foreldrum eða umsjónaraðilum, þar semáherslan er á samveruna og að virkja skynjun barnanna. Notast er við blöndu af barnasálmum, sunnudagaskólalögum, leikskólalögum og þjóðvísum. Námskeiðin hafa sýnt sig að henta líka vel erlendum foreldrum þar sem þau styðja við íslenskunám þeirra.

Krílasálmarnir verða alla mánudaga amk. fram að páskum. Þátttaka kostar ekkert en skráning er nauðsynleg og fer fram í gegnum netfangið helga.vilborg@sik.is. Umsjón með krílasálmum hefur Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, tónmenntakennari og söngkona sem jafnframter starfsmaður SÍK og henni til aðstoðar er Angela Joransen, mynlistarkennari