Íslenskukennsla Kristniboðssambandins

posted in: Fréttir | 0

IMG_0178Kristniboðssambandið hélt ókeypis námskeið í íslensku fyrir útlendinga í vetur. Námskeiðið var haldið í Kristniboðssalnum að Háaleitisbraut 58-60.

Markmið kennslunnar var að koma til móts við erlendar konur sem ekki geta sótt dýr námskeið málaskólanna eða þær sem eru með lítil börn og hafa enga til að gæta þeirra á meðan námið fer fram. Boðið var upp á barnapössun á meðan kennslan fór fram.

Þátttakendur voru alls 42, þar af fjórir karlmenn. Börnin voru rúmlega 20. Nemendur voru frá 24 löndum.

Almenn ánægja var með námskeiðið og létu nemendur í ljós þakklæti fyrir að bjóða upp á barnapössun, að námskeiðið var ókeypis, jákvæðar mótttökur og gott og afslappandi námsumhverfi.

Íslenskukennslan hefst aftur 6. september í haust. Margir sem sóttu námskeiðið í vetur ætla að halda áfram í haust. Nýjum nemendum verður einnig vel tekið.

Einn launaður starfsmaður Kristniboðssambandsins var aðalkennari námskeiðsins en að auki voru 4-6 kennarar sjálfboðaliðar og 6-8 sjálfboðaliðar við barnapössun og eldhúsþjónustu. Þörf er á fleiri sjálfboðaliðum í haust og eru áhugsamir hvattir til að hafa samband við skrifstofu Kristniboðssambandsins í síma 5334900 eða koma á skrifstofuna að Háaleitisbraut 58-60.