Hér á landi er nú staddur hópur frá biblíuskólanum Fjellheim í Noregi. Hópur frá skólanum hefur komið hingað á hverju hausti núna nokkur undanfarin ár og tekið virkan þátt í starfi Kristniboðssambandsins, Kristilegu skólahreyfingarinnar og fleiri kristilegra félaga og hópa. Þau munu taka þátt í samkomunni í kvöld með vitnisburðum og söng. Kennarinn þeirra, Jörgen Storvoll mun hafa hugleiðingu. Samkoman hefst að venju kl 20 og eftir samkomuna er boðið upp á kaffi og kruðerí. Allir hjartanlega velkomnir.
Hópurinn frá Fjellheim heimsótti í gær íslenskukennsluna í Kristniboðssalnum