Heimsókn frá Bandaríkjunum

Ron Harris forseti MEDIAlliance samtakanna í Dallas, Texas er í heimsókn hér á landi nú um helgina. MEADIAlliance eru kristniboðssamtök sem vinna að því að þjálfa og leiðbeina kristnu fólki í kirkjum um allan heim í að nota ljósvakamiðla (sjónvarp, útvarp, net og samfélagsmiðla) við boðun fagnaðarerindisins. Á morgun laugardaginn 14. september gefst áhugasömum að koma í Kristniboðssalinn kl 11- 13 þar sem Ron mun segja frá starfsemi MEDIAlliance en einnig vill hann fræðast um stöðu mála á þessu sviði í krikjum og kristilegum samtökum hér á Íslandi og finna út hvernig MEDIAlliance getur sem best komið að liði en til stendur að teymi frá þeim komi hingað til lands á næsta ári og haldi ráðstefnu um þetta málefni. Ron mun síðan tala á samkomu í Kristniboðssalnum sunnudaginn 15. september kl 17.

Ron Harris ásamt Hafsteini Einarssyni útvarpsstjóra á kristilegu útvarpsstöðinni Lindinni í morgun