Skrifstofa SÍK er nú aftur opin eins og venjulega eftir jólafrí. Opið er mán- fim kl. 9- 16 og kl.9- 15 á föstudögum.
Fyrsta miðvikudagssamkoma ársins verður 3. janúar. Yfirskrift samkomunnar er: Samtal við Jesú og textinn tekinn úr Jóhannesarguðspjalli 21. kafla. Ræðumaður er Margrét Jóhannesdóttir.
Drög að samkomudagskrá janúarmánaðar verður birt í sér færslu hér á síðunni og verður einnig send með Kristniboðspóstinum til þeirra sem eru á póstlista nú í vikunni.
Kristniboðspósturinn er tölvupóstur sem sendur er út uþb mánaðarlega með bænar og þakkarefnum og fréttum af því sem er að gerast í starfinu bæði hér heima og úti. Ef þú ert ekki á listanum en vilt gjarnan fá póstinn máttu senda línu á netfangið sik@sik.is og við bætum þér á listann.
Sunnudaginn 7.janúar verður fjölskyldusamvera í Kristniboðssalnum kl.17 og á eftir er boðið upp á mat. Samveran verður nánar auglýst í Facebook viðburði og hér á heimasíðunni.
Við vonum að þú hafir átt blessunarrík jól og áramót og biðjum Guð að blessa þér og þínum nýja árið