Getur þú aðstoðað?

Í dag er síðasti dagurinn í íslenskukennslunni okkar þetta misserið. Flestir nemendur okkar eru flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa lítið á milli handanna og fá tækifæri til að ferðast um landið okkar fagra. Okkur langar til að geta boðið þeim í vorferð eftir páska, þriðjudaginn 22. apríl og er stefnan tekin á Reykholt þar sem sr. María Guðrúnar Ágústsdóttir ætlar að taka á móti hópnum. Hópurinn telur um 60 manns auk starfsfólks og sjálfboðaliða og er kostnaður við rútu fyrir hópinn um 250 þúsund kr. Þessi kostnaður er utan við fjárhagsáætlun námskeiðanna og því langar okkur að bjóða ykkur kristniboðsvinum að taka þátt í að láta þessa ferð verða að veruleika. Margt smátt gerir eitt stórt 🙂

Þið sem viljið leggja þessu lið megið gjarnan leggja inn á reikning 0117- 26- 002800 kt. 550269- 4149 og merkja færsluna „Ferðalag“

Fyrirfram þakkir og bæn um Guðs blessun