Fréttir frá Eþíópíu á samkomu og dagskrá næstu vikna

Í kvöld, miðviudaginn 13. nóvember fáum m.a. við nýlegar fréttir frá starfinu í Eþíópíu. Kristniboðahjónin Birna Gerður Jónsdóttir og Guðlaugur Gíslason fóru þangað sl sumar og mun Birna segja frá ferð þeirra.

Yfirskrift samkomunnar er fengin úr sálmi 67 – Þig munu allar þjóðir lofa. Ræðumaður er Hildur Sigurðardóttir, prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli. Hildur mun einnig syngja ásamt Rúnu systur sinni.

Það verður því margt uppbyggilegt bæða að heyra og sjá í kvöld og svo auðvitiað samfélagið sem við eigum hvert við annað og við Guð.

Allir hjartanlega velkomnir og eftir samkomuna er að venju kaffi á könnunni og bakkelsi frá nágrönnum okkar í Mosfellsbakaríi.

Hér á eftir er dagskrá miðvikudagssamkomanna fram að jólum

20. nóv Söngsamkoma í umsjá Ástu Schram og Keith Reed. Ræðumaður:sr. Magnús Björnsson. Yfirskrift: Jesús er æðsti prestur. Hebreabr. 4:14- 5:10

27. nóvember Bæna og vitnisburðasamkoma

4. desember Hvað getum við lært af Korintubréfunum? Fræðslukvöld í umsjón Ragnars Gunnarssonar

11. desember Aðventusamkoma Ræðumaður: Angela Joransen

18. desember Jólasamkoma (nánar auglýst síðar)

Á jóladag og nýjársdag eru ekki samkomur en fyrsta samkoma eftir áramót verður miðvikudaginn 8. janúar