Fræðslustundir um bæn í sumar

posted in: Óflokkað | 0

Næstu átta miðvikudagskvöld (12. júní til 31. júlí) verða ekki hefðbundnar samkomur í Kristniboðssalnum heldur námskeið eða fræðslustundir um bænina. Námskeiðið kemur frá Holy Trinity Brompton kirkjunni í London. Kjarninn er bæn Drottins, Faðir vor.

Sýnt verður myndband, um 20 mínútur, síðan skipt í hópa og málin rædd í aðrar 20 mínútur og síðan beðið saman í lokin. Myndbandið verður túlkað, textað eða innihald þess tekið saman á íslensku í lokin. Samveran hefst þessi kvöld kl. 20 og lýkur henni um kl. 21. Þá verður í boði kaffi og meðlæti. Allir eru velkomnir. Fólk getur mætt þau skipti sem það kemst án skuldbindinga og ekki þarf að skrá sig. Nánari upplýsingar eru á prayercourse.org eða í síma 533 4900.