Fjölskyldumót í Vatnaskógi

Nú styttist heldur betur í árlegt mót í Vatnaskógi sem SÍK heldur í samstarfi við ÍslenskuKristskirkjuna og Salt kristið samfélag. Sk´raning fer fram í gegnum netfangið sik@sik.is. Þeir sem ætla sér í dagsferð þurfa líka að skrá sig. SKárningu lýkur fimmtudaginn 19. október. Gestur mótsins er Zefjan Nikolla framkvæmdastjóri Kristilegu skólahreyfingarinnar í Albaníu

Dagskrá og nánari upplýsingar:

Dagskrá

Föstudagur
19:00 Matur
20:30 Fjölskyldustund, kvöldvaka og hugleiðing
21:30 Kvöldkaffi
Opið íþróttahús

Laugardagur
9:00 Morgunmatur
10:00 Samverustundir. Allir byrja saman í Birkiskála.
Biblíulestur: Zefjan Nikolla
12:00 Hádegismatur
13:00 Frjáls tími
15:30 Kaffi
16:30 Samverustund fyrir fullorðna í Birkiskála með Zefjan Nikolla og fyrir börn í íþróttahúsi.
19:00 Kvöldmatur
20:00 Samvera fyrir alla fjölskylduna. Lofgjörð og vitnisburðir.
22:00 Kaffi

Sunnudagur
9:00 Morgunmatur
10:00 Biblíulestur með Zefjan Nikolla fyrir fullorðna í Birkiskála og dagskrá fyrir börn í íþróttahúsi.
12:00 Matur, mótsslit og heimferð

Verð:
43.000.- f. fjölsk.
16.500.- f einstakling
8.800.- f. lau.
Hálft gjald fyrir börn 7- 12 ára

Mótið er einnig auglýst á facebooksíðum SÍK, Salts og ÍKK.