Dagskrá kristniboðsvikunnar 6.- 13. mars 2022

  Kristniboðsvika 6.- 13. mars 2022

Hvað með þig?

Matt: 28:19

Sunnudagur 6. Mars kl. 11

Yfirskrift: Hvað? 

Samkoma í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58- 60, 3. hæð

Biruktawit og Getayawkal frá Eþíópíu tala og flytja tónlist

Kynning á dagskrá kristniboðsvikunnar 

Sunnudagaskóli fyrir börnin 

Boðið verður upp á léttan málsverð að lokinn samkomu 

Mánudagur 7. mars kl. 16

Kristniboðsþátturinn “Köllun og kraftaverk” á Lindinn FM 102,9

Gestir þáttarins verða Biruktawit og Getayawkal frá Eþíópíu 

Umsjón hefur Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, kristniboði

Þriðjudagur 8. mars kl. 20

Bíókvöld í Kristniboðssalnum

Sýnd verður myndin “The war room”

Hún er leyfð öllum aldurshópum

Eftir myndina verður boðið upp á umræður 

Miðvikudagur 9. mars  kl. 20 

Samkoma í Kristniboðssalnum 

Yfirskrift: Hvers vegna?

Ræðumaður: Margrét Helga Kristjánsdóttir 

Kristniboðsþáttur: Hvers vegna íslenskukennsla? 

Kaffi eftir samkomuna – allur ágóði rennur í kristniboðsstarfið

Fimmtudagur 10. mars  

kl. 12:10- 12:50

Hver erum við? – Hvert stefnum við? Í kennslustofu SÍK Háaleitisbraut 58- 60  2. hæð 

Hádegisfræðsla með Gregory Aikins, höfundi bókarinnar “Ný sjálfsmynd- Kristni á Íslandi á 21. öld” sem Salt forlag gaf út á liðnu ári. Greg bjó og starfaði um árabil á Íslandi og talar tungumálið reiprennandi. Bókin fjallar um að vera lærisveinn Jesú á meðal samferðafólks síns og er bæði praktísk og uppörvandi fyrir alla sem vilja hlýða kristniboðsskipuninni í sínu nærumhverfi 

 kl. 20:

Panelumræður í Kristniboðssalnum 

Kristniboðar sitja fyrir svörum 

Gestum úr sal gefst tækifæri til að spyrja 

Eftir panelumræðurnar verður BINGÓ til fjáröflunar fyrir kristniboðsstarfið

Föstudagur 11. mars  kl. 20 

Unglingasamkoma í kristniboðssalnum 

Yfirskrift: Matt 28:18- 20 Kristniboðsskipunin

Ræðumaður: Hans Kristian Skaar, framkvæmdastjóri NLM – UNG

Kynning á UL, kristniboðsmóti fyrr ungt fólk sem haldið verður í Osló í júní

Carry the Love 

Hvað er Kristniboðssambandið?

Hópur fólks frá ungliðahreyfingu NLM í Noregi tekur þátt í samkomunni 

Laugardagur 12. mars  

Kl.11 

Bænaganga frá Perlunni í umsjón Önnu Magnúsdóttur og Guðmundar Jóhannssonar

Gengnir verða 4- 5 km á um 2 tímum með bænastoppum

Þátttakendur komi vel skóaðir og klæddir eftir veðri 

Kl. 14

Lífið á Lindinni

Útvarpsþáttur fyrir ungt fólk á Lindinni FM 102,9 

Gestir þáttarins koma frá NLM- UNG

Umsjón hafa Friðrik Páll Ragnarsson Schram, Margrét Helga Kristjánsdóttir og Úlfar Darri Lúthersson

Kl. 20 

Lofgjörðarkvöld í Íslensku Kristskirkjunni, Fossaleyni 14

Með þátttöku hópsins frá Noregi

Stutt hugvekja.Boðið verður upp á fyrirbæn

Sunnudagur 13. mars kl. 13

Lokasamkoma í Íslensku Kristskirkjunni Fossaleyni 14

Yfirskrift: Hvernig?

Ræðumaður: Bjørn Inge Furnes Aurdal

Söngur: Karlakór KFUM 

Kveðja frá Leifi Sigurðssyni kristniboða í Japan 

Vöfflukaffi eftir samkomuna til styrktar kristniboðsstarfinu

Allir viðburðir eru öllum opnir og enginn aðgangseyrir en tekin verða samskot til kristniboðsstarfsins