Bók um ævi og störf kristniboða

posted in: Óflokkað | 0

Á næstu mánuðum er væntanleg bók um ævi og störf kristniboðanna Skúla Svavarsonar og Kjellrunar Langdal sem störfuðu fyrst í Eþíópíu og síðar Keníu, í Pókothéraði, frá upphafi starfsins þar fyrir rúmum 40 árum. Persónuleg saga þeirra hjóna og störf er fléttuð við sögu kristniboðsins, ekki síst í Pókot. Höfundur er Vigfús Ingvar Ingvarsson fyrrum sóknarprestur. Bókin átti í upphafi að koma út í fyrra á 90 ára afmælisári SÍK sem jafnframt var 80 afmælisár Skúla.

Bókin er seld í áskrift og fær fólk þá nafn sitt á heillaóskaskrá. Bókin kostar 6.000 krónur og má greiða fyrir fram með því að hringja í síma 533 4900 og ganga frá símgreiðslu, eða leggja inn á reikning Salts ehf, sem gefur út bókina, nr. 0117-26-017475, kt. 600678-0789. Innborgun skal merkja BókSSKL eða senda kvittun á pontun@saltforlag.is eða á sik@sik.is. Ef hjón vilja að bæði nöfn þeirra birtist þarf að senda upplýsingar þar um.

Einnig má skrá sig og greiða bókina eftir á, með greiðsluseðli þegar hún berst. Þá þarf að senda upplýsingar um nafn/nöfn, kennitölu og heimilsfang á ofangreind netföng. Frestur til að skrá sig er til 15. febrúar n.k.