Páll Friðriksson, fyrrum stjórnarmaður í SÍK, lést 8. júlí sl. Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju þriðjudaginn 15. júlí kl. 15:00.
Páll og Susie eiginkona hans voru frá unga aldri og fram til hinstu stundar brennandi fyrir málefnum kristniboðsins. Páll sat um árabil í stjórn SÍK og lét sig varða málefni starfsins bæði innalands og utan. Þau hjónin dvöldu í Pókot um tíma þar sem þau tóku þátt í uppbyggingu starfsins.
Stjórn og starfsfólk Kristniboðssambandsins þakkar gott samstarf og framlag hans til útbreiðslu Guðs ríkis hér á landi sem og á alþjóðavettvangi.
Guð blessi minningu hans.