Hermann Bjarnason fyrrum gjaldkeri Kristniboðssambandsins lést 7. febrúar sl. eftir stutt veikindi. Hann verður jarðsunginn frá Lindakirkju á fimmdag, 27. febrúar 2025 og hefst athöfnin kl. 13. Henni verður einnig streymt á lindakirkja.is/utfarir.
Hermann sat í stjórn SÍK frá 2011 til 2021 og megnið af tímanum sem gjaldkeri. Sinnti hann því verkefni af alúð og áhuga. Einnig talaði hann oft á samkomum í Kristniboðssalnum, nú síðast í nóvember og heimsótti Keníu árið 2015 til að kynna sér starf SÍK í Pókothéraði og nágrenni. Meðfylgjandi mynd er úr þeirri ferð.
Stjórn og starfsfólk Kristniboðssambandsins þakkar gott samstarf og framlag hans til útbreiðslu Guðs ríkis hér á landi sem og á alþjóðavettvangi.