Vilt þú leggja þitt af mörkum í þjónustu við fólk af erlendum uppruna?
Kristniboðssambandið leitar að einstaklingi með kennsluréttindi eða sambærilega reynslu til að leiða íslenskukennslu fyrir útlendinga tvisvar í viku í vetur. Kennslan fer fram í Kristniboðssalnum.
Um starfið:
– Kennslan fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 9:30–11:30
– Kennarinn leiðir hóp sjálfboðaliða sem styðja nemendur í námi
– Verkefnið felur í sér skipulagningu, kennslu og samskipti við nemendur, sjálfboðaliða og starfsmenn SÍK, skýrslugerð til Rannís og umsjón með kennslugögnum og frágang á sal eftir kennslu
Við leitum að manneskju sem:
– Hefur kennaramenntun eða reynslu af kennslu
– Hefur áhuga á tungumálakennslu og starfi með fólki frá ólíkum menningarheimum
– Er skipulögð og tilbúin að vinna á trúargrundvelli SÍK sem byggir á grundvelli Heilagrar ritningar og játningum evangelísk-lútherskrar kirkju.
Ef þú hefur hjarta fyrir þessu mikilvæga starfi og vilt taka þátt í að efla samfélagið – endilega hafðu samband við okkur hjá Kristniboðssambandinu í síma 533-4900 eða hjá sigridur.schram@sik.is.