Við hefjum samkomur í Kristniboðssalnum að nýju, miðvikudaginn 13. ágúst, með öflugri bænasamkomu. Biðjum fyrir vetrinum, starfinu og öðrum bænarefnum sem berast. Bjarni Gunnarsson sér um tónlistina og Einar Arason verður með hugleiðingu.
Kaffi og samfélag að lokinni samkomu.
Allir velkomnir!
Dagskrá næstu miðvikudaga:
20. ágúst: Biblíulestur um tilgang lífsins. Umsón Margrét Jóhannesdóttir og Haraldur Jóhannsson.
27. ágúst: Misjon25 – Hulda Jónasdóttir og Ingibjörg Ingvarsdóttir segja frá. Skúli Svavarsson flytur hugleiðingu.
3. september: Kristniboðssamkoma. Sigríður Schram kynnir starf vetrarins og áherslur heima og erlendis. Guðlaugur Gunnarsson verður ræðumaður og Bjarni Gunnarsson sér um tónlist.