Kristniboðarnir okkar í London, Janet og Mehran, deildu eftirfarandi vitnisburði í síðasta tölublaði Kristniboðsfrétta.
Ein af leiðtogunum í kirkjunni okkar er kona að nafni Anahita. Hún þurfti að skilja dóttur sína, Dinu, eftir í Íran þegar hún var aðeins 5 ára gömul og þær voru aðskildar í 10 ár.
Þannig aðstæður eru hverri móður mikil raun. Líf Dinu í Íran var einnig ótrúlega erfitt. Hún var alin upp án móður sinnar, af föður sem glímdi við fíkniefnaneyslu og hún upplifði djúpan sársauka og vonleysi. Á einum tímapunkti reyndi Dina að svipta sig lífi. En í gegnum allt þetta verndaði Guð hana.
Frá þeirri stundu sem Anahita gekk til liðs við kirkjuna var hún hvött til að vera trúföst í bæn fyrir dóttur sinni og treysta á tímasetningu Guðs. Í fyrra, eftir margra ára sorg og fyrirbænir, opnaði Guð leið fyrir Dinu að sameinast móður sinni á Bretlandi. Svo gerðist það sl. hvítasunnudag, að Anahita stóð upp í guðsþjónustunni með tárin í augunum af fögnuði og sagði: „Dóttir mín er tilbúin að gefa Jesú hjarta sitt. Á þessum tíu árum hætti ég aldrei að biðja. Ég hélt fast við loforð Guðs – að ef einn meðlimur fjölskyldunnar kemur til Krists, þá mun hann blessa restina. Drottinn heyrði bæn mína – fyrst með því að endurleysa móður mína og nú dóttur mína. Hallelúja!“