Aðalfundur og kveðjuhóf

Áður auglýstur aðalfundur Kristniboðssambandsins fer fram miðvikudaginn 23. apríl í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58- 60, 3. hæð. Fundurinn hefst með léttum kvöldverði kl. 18. Ekki er þörf á skráningu. Fram fara venjuleg aðalfundarstörf.

Í lok fundarins verður Ragnar Gunnarsson fráfarandi framkvæmdastjóri, formlega kvaddur og honum þakkað fyrir trúfesti og störf í þágu Kristniboðssambandsins undanfarna áratugi, en hann hefur nú látið af störfum sökum aldurs og Sigríður Schram tekið við framkvædastjórastöðunni.

Við hvetjum félagsfólk og velunnara starfsins til að fjölmenna á aðalfundinn og taka þátt í að kveðja og blessa Ragnar sem heldur nú á nýjar slóðir.

Fundurinn er öllum opinn en aðeins skráðir félagar í SÍK, hvort sem það er í gegnum aðildarfélag (kristniboðshóp eða kristniboðsfélag) eða með einstaklingsaðild hafa atkvæðisrétt.

Lög SÍK: https://sik.is/wp-content/uploads/2022/05/SamthykktirLogSIK2022.pdf