Í hádeginu, kl. 11:45-12:45, verður vinnustofa um kristniboð þar sem Ágúst Valgarð Ólafsson gefur hagnýt ráð um hvernig hægt er að eiga samtöl við fólk um trú. Ekki verður boðið upp á veitingar, en fólk er hvatt til að hafa með sér mat.
Um kvöldið verður samkoma með Eivind Jåtun og Ragnari Gunnarssyni þar sem fjallað verður um Sat7 og þjónustu sjónvarpsstöðvarinnar til ofsóttu kirkjunnar í Mið-Austurlöndum. Eivind verður með hugleiðingu og tónlistin verður í höndum Bjarna Gunnarssonar.
Veitingar að samkomu lokinni.
Allir hjartanlega velkomnir á báða viðburðina.