Árlegt Vatnaskógarmót sem Íslenska Kristskirkjan, Salt kristið samfélag og Kristniboðssambandið halda í sameiningu verður að þessu sinni helgina 11.- 13. október. Mótið er hugsað fyrir alla fjölskylduna og verður boðið upp á sérstaka dagskrá fyrir börnin
Þátttakendur sem ætla að gista þurfa að hafa með sér lak, kodda og sæng eða svefnpoka
Skráning á mótið fer fram í gegnum skráningarsíðu KFUM og K og er boðið upp á fjórar mismunandi skráingar og verð þá miðað við það:
Hér er tengill á skráningarsíðuna og eru valmöguleikarnir fjórir neðst á síðunni. Inifalið í verði er matur og gisting alla helgina sem og öll dagskrá mótsins
Verðin eru sem hér segir:
16 ára og eldri öll helgin: 17.700 kr
Börn 7- 15 ára 10.000 kr
Dagsheimsókn á laugardegi 9.500
Hámark fyrir fjölskyldu (foreldra með börn) 46.000kr
Vinsamlegast setjið í athugasemd þegar þið skráið hve margir eru í fjölskyldu og aldur barna. Einnig ef einvherjar sérþarfir eru varðandi mat og herbergi(Í Vatnaskógi eru aðallega 6- 8 manna herbergi en við reynum að mæta óskum eins og hægt er)
Hlökkum til að eiga saman góða og uppbyggilega helgi í Vatnaskógi
Dagskrá
Yfirskrift mótsins er: Kölluð tilþjónustu
Hvernig getum við saman unnið að því að breiða út fagnaðarerindið á landinu okkar? Öll höfum við hæfileika sem Guð hefur gefið okkur, hvernig getum við nýtt þá í þjónustu í Guðs ríkinu?
Föstudagur
19:00 Matur
20:30 Fjölskyldustund, kvöldvaka og hugleiðing (Matt.4: 18- 22)
21:30 Kvöldkaffi
Opið íþróttahús fyrir unglingana
Bænastund í kapellunni
Laugardagur
9:00 Morgunmatur
10:00 Samverustundir fyrir fullorðna í Birkiskála og fyrir börn í íþróttahúsi (Mark. 10: 35- 45)
12:00 Hádegismatur
13:00 Frjáls tími (útivist- bátar ofl)
15:30 Kaffi
16:30 Samverustund fyrir fullorðna í Birkiskála og fyrir börn í íþróttahúsi- Kölluð til þjónustu
19:00 Kvöldmatur
20:00 Samvera fyrir alla fjölskylduna. Lofgjörð og bæn, fyrirbæn
21:30 Kvöldaffi
Opið íþróttahús fyrir unglingana
Bænastund í kapellunni
Sunnudagur
9:00 Morgunmatur
10:00 Samverustund fyrir fullorðna í Birkiskála og fyrir börn í íþróttahúsi Brauðsbrotning, bæn og vitnisburðarstund (Jakobsbréf 2:14- 24)
12:00 Matur, mótsslit og heimfe