Kristniboðsvika 2024- Dagskrá

“Til endimarka jarðarinnar”

Kristniboðsvika 25.febrúar- 3. mars 2024

Sunnudagur 25.febrúar kl. 15:30

Samkoma í KFUM og K húsinu Sunnuhlíð á Akureyri kl.15:30

Ræðumaður: Janet María Sewell

Janet mun einnig taka þátt í guðsþjónustu í Glerárkirkju sama dag kl. 18

Mánudagur 26.febrúar kl.17

Útvarpsþátturinn Köllun og kraftaverk á Lindinni FM 102,9

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir fær til sín góða gesti í hljóðverið þar sem spjallað verður um kristniboð út frá ýmsum sjónarhornum 

Þriðjudagur 27. febrúar 

kl. 13:00

Opið hús og útsala á Basarnum nytjamarkaði SÍK í Austurveri 

Kl.13 verður stutt samvera þar sem Karl Jónas Gíslason segir frá starfi Basarsins 

Kl. 17 í Herkastalanum við Suðurlandsbraut stendur Vinnustofa vonarinnar fyrir viðburði þar sem Janet og Mehran fjalla um kristna boðun meðal nýbúa í Evrópu undir yfirskriftinni: Eru fólksflutningar frá öðrum heimshlutum ógnanir eða tækifæri?  Allir velkomnir 

Miðvikudagur 28. febrúar kl. 20

Samkoma í Kristniboðssalnum

Ræðumaður: Mehran Mohammadrezai, kristniboði

Pálína og Margrét Árnadætur leika á fiðlu og selló 

Fimmtudagur 29. febrúar kl. 20

Fræðslukvöld í Kristniboðssalnum

Janet María Sewell, kristniboði segir frá starfi og markmiðum Lausanne hreyfingarinnar

Tækifæri til spurninga og umræðna eftir fyrirlesturinn

Föstudagur 1.mars kl. 20

Ungmennasamvera í Kristniboðssalnum 

Janet og Mehran deila vitnisburði sínum og segja frá starfi sínu.

Laugardagur 2. Mars kl. 17

Tónleikar í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu Hátúni 2

Fram koma: Guðný Einarsdóttir kantor og söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar ásamt nemendum úr Tónskóla Þjóðkirkjunnar,Karlakór KFUM undir stjórn Ástu Haraldsdóttur og  fjölskyldan Schram/Reed.  Starf kristniboðsins verður kynnt með stuttum innslögum 

Aðgangur ókeypis en tekin verða samskot til kristniboðsstarf sins

Sunnudagar 3. Mars kl. 17

Fjölskyldusamkoma í  Kristniboðssalnum

Janet og Mehran verða formlega sett inn og blessuð sem kristniboðar á vegum SÍK 

Tekið verður stutt viðtal við þau hjónin

Margrét Jóhannesdóttir hefur hugleiðingu

Samveran er hugsuð fyrir alla fjöslkylduna og börn sérstaklega velkomin 

Eftir samkomuna verður hægt að kaupa máltíð á vægu verði