Utanríkisráðuneytið styrkir nýtt menntunarverkefni í Pókot í Keníu

posted in: Óflokkað | 0

Á mánudag undirrituðu Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍK, og Vilhjálmur Wiium hjá þróunarsamvinnusviði utanríkisráðuneytisins samning um byggingar við þrjá framhaldsskóla í norðurhluta Pókothéraðs á starfssvæði sem áður heyrði undir Kongelai. Byggðar verða heimavistir við tvo stúlknaskóla, lokið við heimavist við þann þriðja og byggður matsalur með eldhúsi. Mun þetta bæta úr brýnni þörf og efla stúlkur til náms.

Framlag ráðuneytisins er 17 og hálf milljón, framlag SÍK tæpar tvær milljónir og framlag heimamanna rúmar tvær milljónir. Á myndinni takast þeir í hendur, Ragnar og Vilhjálmur, að lokinni undirritun við vegg ráðuneytisins með heimsmarkmiðum SÞ.