Hátíðarsamkoma 20. október

Á þessu ári eru 90 ár liðin frá stofnun Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Því verður fagnað með sérstakri hátíðarsamkomu í Lindakirkju, sunnudaginn 20. október kl 16.
Dagskráin verður fjölbreytt bæði í tali og tónum. Farið verður yfir söguna í máli og myndum.
Meðal þeirra sem munu ávarpa samkomuna verða Öyvind Åsland framkvæmdastjóri NLM samstarfshreyfingar SÍK í Noregi, Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins og Gísli Jónasson, prófastur. Karl Sigurbjörnsson hefur hugvekju.
Einnig munu koma fram Ljósbrot, kvennakór KFUK, kór KSS og hópur eþíópskra kvenna mun syngja og dansa.
Tekin verða samskot til kristniboðsstarfsins og eftir samkomuna verður boðið upp á afmæliskaffi.
Við hvetjum alla vini og velunnara Kristniboðssambandsins að koma og fagna með okkur þessum merku tímamótum.
Verið hjartanlega velkomin