Categories
Fréttir

Samkoma í kvöld, miðvikudag

Samkoma verður í kvöld, miðvikudaginn 10. janúar kl. 20, í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Ræðumaður er Ragnar Gunnarsson. Kaffi og meðlæti eftir samkomu. Allir velkomnir.

Categories
Óflokkað

Vakning í Íran

Þótt kristin trú sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks í Íran hafa kristnir og kirkjur þeirra sætt ofsóknum í landinu um áratugaskeið. Og þeim sem snúast frá íslam til kristni er beinlínis búin lífshætta. Undanfarið hafa borist fregnir af mótmælum víða í landinu. Að sögn varð gremja fólks vegna hækkandi eggjaverðs til þess að mótmælin hófust í […]

Categories
Fréttir

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn 3. janúar kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Guðbjörg Hrönn Tyrfingsdóttir, sem stundar nám við kristniboðsskólann Fjellhaug í Osló, kemur á samkomuna og segir frá námi sínu við skólann. Hún og fjölskylda hennar syngja á samkomunni og Guðbjörg Hrönn flytur hugvekju. Kaffi eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Categories
Óflokkað

Jólakveðja og lokun

Stjórn og starfsmenn Kristniboðssambandsins senad velunnurum starfsins bestu óskir um gleðileg jól og blessunarríkt nýtt ár. Við þökkum fyrirbænir og allan stuðning við starfið í formi gjafa, sjálfboðinnar vinnu eða annars. Skrifstofan og Basarinn verða að mestu lokuð milli jóla og nýárs. Ef mikið liggur við má ná í Ragnar framkvæmdastjóra í síma 892 3504.

Categories
Fréttir

Jólasálmur eftir Brorson

Mitt einatt hvarflar hjarta í húsið lága inn, / þar fæddist barnið bjarta, hinn blíði Jesús minn, / þar á minn hugur heima, þar hjartað verður rótt. / Hvort mun ég mega gleyma þér, milda jólanótt? / En orð mig óðar bresta, er um það hugsa fer, / að lífsins ljósið mesta er lagt í […]