Kalli og Raggý á leið til Ómó Rate

Karl Jónas Gíslason (Kalli) og Ragnheiður Guðmundsdóttir (Raggý) eru á leiðinni til Ómó Rate í Suður-Eþíópíu þar sem þau munu starfa næstu vikurnar. Þegar þau hjón bjuggu og störfuðu í Ómó Rate bjó Raggý til kennslubók í lestri á máli Dasenetsmanna. Tilgangurinn var að leggja grundvöll að betri menntun og fræðslu, að heimamenn lærðu að lesa og skrifa á eigin […]

Lesa meira...

Af götu í skóla – systur mínar

Í ferð til Eþíópíu í byrjun árs kom ekki annað til greina hjá okkur hjónunum en að heimsækja vini okkar hjá samtökunum My Sisters (Systur mínar), í höfuðborginni Addis Abeba. Við drukkum te með stjórnendum og hittum að máli nokkrar ungar konur sem voru í starfsþjálfun og að lokum var leikið við börn sem eru í dagvistun á vegum samtakanna. […]

Lesa meira...

Frjáls hugsun og trú

  Kristniboðssambandið styður kristilegu sjónvarpsstöðina Sat-7 með árlegu fjárframlagi. „Sé sannleikurinn fyrsta fórnarlamb stríðsátaka þá má það undrum sæta að enn sé starfandi í Mið-Austurlöndum sjónvarpsstöð sem boðar fagnaðarerindið.“ Svo mælti Dr. Terence Ascott stofnandi og formaður stjórnar Sat-7, í tilefni dags frjálsrar blaðamennsku, 3. maí sl. og bætti svo við: „Sat-7 þakkar fyrir að mega vera á meðal þeirra […]

Lesa meira...

Kirsuberjatré og nýtt upphaf í Japan

Bréf frá Katsuko og Leifi Sigurðssyni, kristniboðunum okkar í Japan: Apríl markar upphaf á nýju skólaári í Japan. Nýir árgangar flykkjast með foreldrum sínum í skólana. Dóttur okkar þótti þetta mjög spennandi. Nú var hún loksins orðin nógu gömul til að byrja í alvöru skóla. Hún gat varla beðið eftir að byrja. Núna hittir hún nýju skólafélagana sem ganga saman […]

Lesa meira...

Íslenskukennsla Kristniboðssambandins

Kristniboðssambandið hélt ókeypis námskeið í íslensku fyrir útlendinga í vetur. Námskeiðið var haldið í Kristniboðssalnum að Háaleitisbraut 58-60. Markmið kennslunnar var að koma til móts við erlendar konur sem ekki geta sótt dýr námskeið málaskólanna eða þær sem eru með lítil börn og hafa enga til að gæta þeirra á meðan námið fer fram. Boðið var upp á barnapössun á […]

Lesa meira...

Sat-7 í Tyrklandi

Sat-7 sjónvarpar kristilegu efni á fimm rásum til Mið-Austurlanda og Norður-Afríku. Ein þeirra er á tyrknesku. Nýlega hóf tyrkneska rásin beinar útsendingar á tveimur nýjum þáttum. Áhorfendum er boðið að hringja til stöðvarinnar og taka þátt í þessum beinu útsendingum. Þættirnir kallast Um lífið og Það sem hjarta þitt þráir og eru sýndir einu sinni í viku. Þáttastjórnandinn er Madlen […]

Lesa meira...

Nál og tvinni, þáttur á Sat-7

Vinsæli spjallþátturinn Nál og tvinni er aftur kominn í loftið. Þriggja ára reynsla hefur kennt stjórnendum hans hvernig hægt er að ná betur til áhorfenda og benda á Guð. Þátturinn er einn af mörgum sem sýndur er í beinni útsendingu frá myndveri Sat-7 í Egyptalandi. Myndverið var lokað í 6 mánuði vegna ritskoðunar stjórnvalda. Maggie Morgan, aðalstjórnandi þáttarins Nál og […]

Lesa meira...

Sjónvarpskristniboð

Sat-7 er kristileg gervihnattarsjónvarpsstöð sem sjónvarpar til Mið-Austurlanda og Norður-Afríku. Áhorfendur stöðvarinnar segja andlegan þorsta aukast í þessum löndum. „Átök hafa einkennt þetta svæði í tvo áratugi, þó mest í Írak og Sýrlandi. En átök og öfgar í nafni trúarbragða hafa aukið áhuga á sjónvarpsdagskrá Sat-7“, segir Terence Ascott framkvæmdastjóri stöðvarinnar. Viðbrögð áhorfenda hafa þrefaldast á fimm árum, frá 270 […]

Lesa meira...

ÚTVARPSKRISTNIBOÐ. KRAFTAVERK Í MIÐ-ASÍU.

Útvarpshlustandi í landi í Mið-Asíu sat í rútu og las í Nýja testamentinu. Við hlið hennar sat önnur kona. „Þetta er Nýja testamentið sem þú ert með“, sagði hún. „Ég hef leitað lengi að Guðs orði – má ég fá það lánað, svo ég geti lesið í því?“ Hún fékk bókina lánaða með því skilyrði að henni yrði skilað strax […]

Lesa meira...

Mamma, er pabbi glæpamaður?

Hún er sjö ára stúlkan sem spyr móður sína. Við hittum föður hennar á ferð okkar um Mið-Asíu. Hann sat í fangelsi í eitt ár vegna þess að hann er kristinn. Skólafélagar dóttur hans sögðu henni að pabbi hennar væri glæpamaður þar sem hann væri í fangelsi. Hún þekkti ekki föður sinn sem afbrotamann. Hann var kærleiksríkur faðir sem bar […]

Lesa meira...
1 36 37 38 39 40 47