Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn 19. desember kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Yfirskriftin er Konungur þinn kemur til þín. Ræðumaður er Kristján Valur Ingólfsson. Sagðar verða nýjar fréttur af kristniboðinu. Kaffi eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...

Kristnir sérfræðingar eiga mikinn þátt í kirkjuvexti í Kína

Kirkjan í Kína hefur vaxið mikið á liðnum áratugum, ekki síst vegna nærveru erlendra, kristinna sérfræðinga. En nú er svo komið að þessir sérfræðingar eru þvingaðir til að yfirgefa landið. Í viðtali við World Magazine segir Brent Fulton, stofnandi fréttamiðilsins ChinaSource, sem hefur fylgst grannt með þróun mála í Kína í rúm 30 ár, frá því að margt kristið fólk […]

Lesa meira...

Aðventukvöld Kristniboðsfélags karla 10. desember

Aðventufundur Kristniboðsfélags karla, sem er öllum opinn, óháð kyni og aldri, verður mánudaginn 10. desember kl. 19 í Kristniboðssalnum. Fundurinn hefst með borðhaldi, úrvals lambapottrétti, og kostar 2.500 á mann. Að loknum matnum flytur séra Frank M. Halldórsson hugleiðingu. Skráning fer fram á skrifstofu SÍK, sími 533 4900 eða með tölvuposti á sik@sik.is. Skráningu lýkur föstudaginn 7. desember á hádegi.

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag 28. nóvember

Miðvikudaginn 28. nóvember er að venju samkoma í Kristniboðssalnum kl. 20. Hugleiðingu hefur Haraldur Jóhannsson læknir. Kynntar verða hugmyndir um 90 ára afmælisár Kristniboðssambandsins 2019, auglýst eftir fleirum og umræður um málið.  Kaffi og meðlæti frá Mosfellsbakaríi eftir samkomuna. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...

Gestir frá Podas biblíuskólanum

Í dag fengum við góða og afar músíkalska gesti frá Podas biblíuskólanum í Færeyjum. Þau munu gera víðreist næstu daga í fylgd með fulltrúum Kristniboðssambandsins. Í dag fara þau og syngja fyrir íbúa á Hrafnistu þaðan sem leiðin liggur á Litla-hraun. Á morgun verða þau með stund á dvalarheimilinu á Stykkishólmi og í beinu framhaldi af því verður samkoma í […]

Lesa meira...

Jólabasarinn á laugardag

Hinn árlegi jólabasar Kristniboðsfélags kvenna verður haldinn laugardaginn 17. nóvember frá kl. 14 í Kristniboðssalnum, Miðbæ, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Hægt verður að kaupa kökur, handavinnu, ýmsa muni o.fl. Happdrættið verður á sínum stað. Einnig verður hægt að fá sér heitt súkkulaði, kaffi og nýbakaðar vöfflur. Þeir sem vilja gefa vörur eða kökur á jólabasarinn geta komið með það eftir […]

Lesa meira...

Kristniboðsdagurinn á sunnudag

Kristniboðsdagur þjóðkirkjunnar er á sunnudag. Er þess þá sérstaklega minnst og horft til kristniboðsstarfs Íslendinga nú og á liðnum árum. Útvarpsguðsþjónusta  dagsins verður frá Hjallakirkju þar sem Skúli Svavarsson kristniboði prédikar en séra Sunna Dóra Möller þjónar fyrir altari. Biskup Íslands hvetur presta og starfsfólk safnaða um land allt til að minnast kristniboðsins og  taka samskot til starfs Kristniboðssambandsins. Starfsmenn […]

Lesa meira...
1 2 3 4 5 41