Leysho frá Ómó Rate

Leysho er ungur Dasenetsmaður. Hann komst til trúar í Mekane Yesus kirkjunni í Kabúsía þegar hann var 16 ára. Leysho fékk strax áhuga á að taka þátt í boðunarstarfi kikjunnar. Hann var því túlkur um tíma. Þegar hann varð tvítugur ákvað hann að kaupa vindmyllu, til að vökva akur. Hann fór því að velta fyrir sér hvar hann gæti haft […]

Lesa meira...

Húsin jöfnuð við jörðu

Hjónin Gísli og Nora Jónsson starfa í Búlgaríu. Nora starfar m.a. meðal Rómafólks (sígauna). Hér eru molar úr nýjasta fréttabréfi þeirra. Haustið er komið með sínum fallegu litum og kólnandi veðri en við njótum þess að hafa ylinn innandyra. Október var erfiður, sérstaklega í Rómabúðunum. Stjórnvöld tóku þá ákvörðun að ryðja búðirnar án þess að leysa húsnæðisvanda íbúanna en sumir […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn, 29. nóvember, kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Yfirskriftin er úr fjallræðunni: Gefið, beðið og fastað. Ræðumaður er Kristján Þór Sverrisson. Sagðar verða fréttir frá Sat7 sjónvarpsstöðinni. Veitingar eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...

Jólabasar

Hinn árlegi jólabasar Kristniboðsfélags kvenna verður haldinn laugardaginn 18. nóvember frá kl. 14 í Kristniboðssalnum, Miðbæ, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Hægt verður að kaupa kökur, handavinnu, ýmsa muni o.fl. Happdrættið verður á sínum stað. Einnig verður hægt að fá sér heitt súkkulaði, kaffi og nýbakaðar vöfflur. Allur ágóði rennur til starfs  Kristniboðssambandsins.

Lesa meira...

Kristniboðsdagurinn á sunnudag: Útvarpsguðsþjónusta, kaffisala og samkomur

Kristniboðsdagurinn er nú á sunnudag, 12. nóvember. Rúm 80 ár eru síðan farið var að helga einn sunnudag kirkjuársins kristniboðinu og starfi Kristniboðssambandsins, þá í Kína en síðar meir í Eþíópíu og Keníu og síðan í Japan og víðar. Biskup hefur alla tíð hvatt presta til að minnast kristniboðsins á þessum degi í guðsþjónustum dagsins og taka samskot til starfsins. […]

Lesa meira...

Utanríkisráðuneytið styrkir byggingu 8 kennslustofa í Keníu

Í dag var undirritaður samningur milli Utanríkisráðuneytisins og Kristniboðssambandsins (SÍK) um þátttöku þess fyrrnefnda í verkefninu „Menntun á jaðarsvæðum“. Ætlunin er að byggja tvær kennslustofur við þrjá grunnskóla í Pókotsýslu og tvær við einn skóla í Turkanasýslu, alls átta talsins. Skólarnir eru úr alfaraleið og eiga þessar nýju skólastofur að bæta úr brýnni þörf og þannig bæta skólastarfið og þátttöku […]

Lesa meira...

Sorg í Egyptalandi

Enn á ný syrgja Egyptar í kjölfar árása gegn kristnu fólki. Nýverið var prestur rétttrúnaðarkirkjunnar myrtur með hrottalegum hætti; SAT-7 greindi frá þessu og haldin var bænastund fyrir hina syrgjandi aðstandendur. Presturinn hét Samaan Shehata og var stunginn til bana 12. október sl. Frá því í desember í fyrra hafa meira en 100 kristnir menn verið myrtir í sprengjuárásum á […]

Lesa meira...
1 2 3 4 5 30