Kristniboðsvika, samkoma í kvöld miðvikudag

Samkoma verður í kvöld, miðvikudaginn 28. febrúar kl. 20, í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Yfirskriftin er: Fylgdu Jesú í velgengi. Ræðumaður er Björn-Inge Furunes Aurdal frá Noregi. Kvennakór KFUK, Ljósbrot syngur. Sagðar verða fréttir af þýðingu Nýja testamentisins á tsamakko tungumálið í Voitó í Eþíópíu. Kristniboðsfélag karla selur veitingar eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...

Ruth og Billy Graham

Billy Graham er látinn, 99 ára að aldri. Enginn hefur boðað fleirum fagnaðarerindið en Billy Graham. Að baki þessum stórmerka manni stendur jafn merkileg kona. Bókin fjallar um Ruth ekki síður en Billy Graham og svarar spurningunni um það hvers vegna Ruth og Billy höfðu svona mikil áhrif. Frásagan af lífshlaupi hjónanna er hvatning til að skoða eigið líf og […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn, 21. febrúar kl. 20, í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Yfirskriftin er: Þátttaka í píslum Krists (1. Pét. 4.12-19). Á samkomunni verður bænastund og boðið upp á fyrirbæn. Kaffi og meðlæti eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...

Frímerkjasöfnun Kristniboðssambandsins

Frímerkjasöfnun Kristniboðssambandsins er einstakt verkefni þar sem margt smátt gerir eitt stórt. Þeir sem hafa tekið þátt í söfnuninni eða hyggjast gera það stendur nú til boða góður bréfahnífur sem merktur er verkefninu. Bréfahnífinn má nálgast á Basarnum, eða á skrifstofu Kristniboðssambandsins. Munum svo að henda ekki verðmætum, frímerktum umslögum má skila á næsta pósthús eða beint á Basarinn.

Lesa meira...

GF 2018 í Noregi

Norska kristniboðssambandið, (NLM), heldur aðalfund (GF Generalforsamling) þriðja hvert ár. Næsti fundur verður haldinn 3.-8. júlí 2018 í ráðstefnumiðstöðinni Oslofjord Convention Center. Dagskráin er mjög fjölbreytt og eitthvað fyrir alla fjölskylduna, eins og sjá má á heimasíðunni: nlmgf.no GF er ekki bara ársfundur NLM heldur einnig stórt kristniboðsmót með gestum frá kristniboðslöndunum og samstarfshreyfingum. Kristniboð, boðun fagnaðarerindisins og samfélag, mun […]

Lesa meira...
1 2 3 4 5 32