Björn Inge og UL á samkomu 18. september

Á samkomu annaðkvöld, miðvikudaginn 18. september fáum við að heyra frá ferð sem hópur ungmenna fór til Noregs í sumar. Undanfarin ár hefur íslenskum ungmennum verið boðið af ungliðahreyfingu NLM, sem eru systursamtök okkar í Noregi, að taka þátt í landsmóti þeirra sem í sumar var haldið í Kongeparken í Stavanger. Tæplega 20 ungmenni á aldrinum 16- 20 ára fóru […]

Lesa meira...

Heimsókn frá Bandaríkjunum

Ron Harris forseti MEDIAlliance samtakanna í Dallas, Texas er í heimsókn hér á landi nú um helgina. MEADIAlliance eru kristniboðssamtök sem vinna að því að þjálfa og leiðbeina kristnu fólki í kirkjum um allan heim í að nota ljósvakamiðla (sjónvarp, útvarp, net og samfélagsmiðla) við boðun fagnaðarerindisins. Á morgun laugardaginn 14. september gefst áhugasömum að koma í Kristniboðssalinn kl 11- […]

Lesa meira...

Klúbburinn hefst í kvöld

Klúbburinn, æskulýðsstarf fyrir börn í 6.-8. bekk hefur göngu sína í kvöld kl 18. Við byrjum á því að fara í nokkra hressa leiki og svo verður Kristniboðssambandið kynnt á meðan við bökum pítsu. Samverunni lýkur kl. 19:30. Meira um Klúbbinn:Samverur verða aðra hverja viku kl. 18-19:30 í húsakynnum Kristniboðssambandins, Háaleitisbraut 58-60, 2. hæð. Biblíusögur, bænir, leikir, föndur og margt […]

Lesa meira...

Fagnaðarerindið á öldum ljósvakans- heimsókn frá Bandaríkjunum

13.- 17. september nk. eigum við von á góðum gesti frá Bandaríkjunum en það er Ron Harris frá MEDIAlliance kristniboðssamtökunum í Dallas, Texas. MEDIAlliance samtökin vinna að kristniboði út um allan heim með því að kenna og leiðbeina kirkjum og kristilegum samtökum hvernig nýta má sem best ljósvakamiðla þe. fjölmiðla ýmiskonar, sjónvarp, útvarp og samfélagsmiðla, til boðunar fagnaðarerindissins. Til stendur […]

Lesa meira...

Sunnudagsamkoma 8. september

Yfirskrift samkomunnar á morgun 8. september er: Hvað er náð?Ræðumaður er Skúli Svavarsson, kristniboðiSigurður Bjarni Gíslason leiðir lofgjörðina Mæðgurnar Helga Vilborg og Margrét Helga syngjaSunnudagaskóli fyrir börnin í umsjá Ásu Hrannar MagnúsdótturBoðið upp á túlkun á enskuKröftug lofgjörð, kærleiksríkt samfélag og fyrirbænEftir samkomuna er í boði að kaupa ljúffenga máltíð gegn vægu gjaldi.Allir hjartanlega velkomnir! Sunnudagssamkomur í kristniboðssalnum eru á […]

Lesa meira...

Nýtt æskulýðsstarf fyrir börn hefst 12. september

Klúbburinn, æskulýðsstarf fyrir börn í 6.-8. bekk hefur göngu sína fimmtudaginn 12. september kl 18. Samverur verða aðra hverja viku kl. 18-19:30 í húsakynnum Kristniboðssambandins, Háaleitisbraut 58-60, 2. hæð. Biblíusögur, bænir, leikir, föndur og margt fleira þátttakendum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar hér: www.sik.is/born-og-ungmenni/ og í síma 5334900. Umsjónarmaður Klúbbsins er Ólafur Jón Magnússon, sérsþjónustuprestur og starfsmaður SÍK. Hægt er að senda honum […]

Lesa meira...
1 2 3 4 5 48