Tónlistarsamvera tileinkuð minning Lilju S. Kristjánsdóttur og trúarljóðum hennar

Sunnudaginn 22. apríl kl. 17 efnir Ljósbrot, sönghópur KFUK, til tónlistarsamveru í Grensáskirkju til að heiðra minningu Lilju S. Kristjánsdóttur en 11. maí n.k. verða 95 ár liðin frá fæðingu hennar. Sönghópur KFUK, Ljósbrot, flytur lög við ljóð eftir Lilju S. Kristjánsdóttur, flest frumsamin af Keith Reed sem einnig stjórnar kórnum. Laufey Geirlaugsdóttir og Bryndís Mjöll Schram Reed syngja einsöng. […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoma verðurmiðvikudaginn, 11 .apríl kl. 20, í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Ragnar Gunnarsson sem dvaldi nýverið nokkrar vikur í Pókot í Keníu segir nýjar fréttir þaðan. Yfirskriftin er: Jesús gefur allt. Ræðumaður er Halldóra Lára Ásgeirsdóttir. Kaffi og veitingar eftir samkomu. Allir velkomnir.

Lesa meira...

Gegn ofbeldi í skólum

SAT-7 ACADEMY er þáttur á Sat7 sjónvarpsstöðinni sem tekur fyrir umdeild samfélagsleg mál í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Ofbeldi í skólum er eitt þessarra mála. Í þættinum er talað gegn því viðtekna að kennarar beiti nemendur sína líkamlegum refsingum við minnstu yfirsjón. Einelti á meðal nemenda er sömuleiðis stórt vandamál sem reynt er að fræða um í þættinum. Paul Sayah, biskup […]

Lesa meira...

Spennandi ferð til Keníu

Guðbjörg Hrönn Tyrfingsdóttir stundar nám í guðfræði- og kristniboðsfræðum á Fjellhaug í Osló. Hún fór með bekknum sínum í ferð til Keníu og segir hér frá ferðinni. Við erum tuttugu manna hópur af fyrsta árs nemendum á Fjellhaug sem erum í fimm vikna ferð í Keníu. Er ferðin hluti af faginu „Verdensreligionene“ (Trúarbrögð heims). Fyrstu tvær næturnar gistum við á […]

Lesa meira...

LMF 50 ára

LMF er kristniboðsfélag kennara. Betsy Halldórsson hefur verið í félaginu frá upphafi. Hún skrifaði grein um félagið í Kristniboðsfréttir sem nýlega kom út. Hér má lesa greinina í heild sinni. Fyrstu kynni mín af LMF (Kristniboðsfélagi kennara) eru frá sólbjörtum sumardegi árið 1964, þegar Helga Magnúsdóttir, sem lengi var kennari við Ísaksskóla og lektor við Kennaraháskólann, kom heim til mín […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag – kaffihús

Samkoma verður miðvikudaginn 21. mars kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Kristniboðsfélag kvenna heldur sína árlegu fjáröflunarsamkomu og býður til sannkallaðrar veislu. Happdrætti með glæsilegum vinningum. Kaffihlaðborð með girnilegum kökum og brauðréttum. Yfirskriftin er: Björgun Guðs. Hugvekju flytur Birna Gerður Jónsdóttir. Allir eru hjartanlega velkomnir og takið endilega með ykkur gesti.

Lesa meira...

Starfið í Búlgaríu

Hjónin Nora og Gísli Jónsson starfa í Búlgaríu. Þau eru kristnir ráðgjafar og kennarar. Kristniboðssambandið styður starf þeirra. Hér koma molar úr fréttabréfi frá þeim. Við lofum Guð fyrir trúfesti hans. Síðasta ár höfum við verið önnum kafin við ráðgjöf, munaðarleysingjahælið, Rómabúðirnar og lífið almennt. Það sem er að gerast eftir að Rómabúðirnar voru jafnaðar við jörðu er að Stojanka […]

Lesa meira...

Unglingastarf í kikjunni í Japan

Katsuko og Leifur Sigurðsson eru kristniboðar í Japan. Hér eru nýjar fréttir frá starfi þeirra meðal unglinga: Unglingastarfið gengur vel og nokkur endurnýjun hefur orðið í hópnum. Við hittumst reglulega á föstudagskvöldum, borðum saman, förum í leiki og lesum í Biblíunni. Ken chan sem byrjaði að koma eftir að hafa verið í sunnudagaskólanum í mörg ár hefur verið duglegur að […]

Lesa meira...
1 2 3 4 5 34