SAT-7 dregur úr einangrun kristinna í Mið-Austurlöndum

Nýleg könnun sýnir að dagskrá SAT-7 sjónvarpsstöðvarinnar styður og uppörvar kristið fólk í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, sem oft býr við mikla andlega einangrun. Kristniboðssambandið styður stöðina með árlegu fjárframlagi. Yfir 5000 svör bárust í könnun sem auglýst var á öllum stöðvum SAT-7 auk vefsíðu. Svörin leiddu í ljós almenna ánægju með efnið og útsendingarnar en mest um vert var sá […]

Lesa meira...

Kristið fólk í Norður-Afríku þarfnast stuðnings

Minna en eitt prósent íbúa í Norður-Afríku eru kristnir. Af 93 milljónum eru aðeins 800.000 kristnir. Öll lönd Norður-Afríku, að Marokkó undanskildu, eru í efstu sætum þeirra landa þar sem kristið fólk sætir ofsóknum. Kristið fólk í þessum löndum þráir samfélag við aðra kristna og fræðslu á eigin tungu. Dagskrá Sat7 gervihnatta sjónvarpsstöðvarinnar er oft eina leið þeirra til að […]

Lesa meira...

Íslenskukennslan er hafin

Kristniboðssambandið býður upp á ókeypis námskeið í íslensku fyrir útlendinga á þriðjudögum og föstudögum. Námskeið fyrir byrjendur hefst kl. 9.00 og fyrir lengra komna kl. 10. Kennt er til kl. 11.30. Upplýs. í síma 5334900. Kennt er í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Ný námskeið hefjast þriðjudaginn, 4. september.

Lesa meira...

Góð minningargjöf

Börn hjónanna Gunnars Sigurjónssonar guðfræðings og Vilborgar Jóhannesdóttur færðu í dag Kristniboðssambandinu eina milljón króna minningargjöf um foreldra sína. Í dag eru 105 ár frá fæðingu Gunnars sem var starfsmaður tímaritsins Bjarma frá 1937-1941 og síðan starfsmaður SÍK frá 1941 til dánardags í nóvember 1980. Ferðaðist hann um landið ásamt öðrum starfsmönnum og kristniboðum ogsinnti boðun, fræðslu og kynningu. Þess  má […]

Lesa meira...
1 2 3 4 5 38