Ásta Bryndís Schram nýr formaður stjórnar Kristniboðssambandsins

Á stjórnarfundi eftir afstaðinn aðalfund SÍK skipti stjórnin með sér verkum. Ásta Bryndís Schram tók við sem formaður stjórnar. Hún starfar sem kennsluþróunarstjóri við Háskóla Íslands og er með Ph. D. gráðu á sviði námskrár, kennslu ogmenntunarsálfræði. Önnur í stjórn eru Guðlaugur Gunnarsson ritari, Hermann Bjarnason gjaldkeri, Kristján S. Sigurðsson varaformaður og Willy Petersen meðstjórnandi. Varamenn eru Sigurður Pálsson og Bryndís Mjöll […]

Lesa meira...

Íslenskukennslan komin í sumarfrí

Kristniboðssambandið hefur boðið útlendingum ókeypis íslenskukennslu frá haustinu 2015. Námskeiðin eru haldin í Kristniboðssalnum tvo morgna í viku. Mikill fjöldi útlendinga hefur notfært sér námskeiðin, sumir komið trúfastlega í hverri viku og aðrir komið nokkrum sinnum. Aðstæður fólks eru mismunandi, sumir fá vinnu, aðrir hefja skólanám og enn aðrir fá ekki landvistarleyfi. Frá haustinum 2017 hafa tveir tímar verið í […]

Lesa meira...

Aðalfundur SÍK 16. maí kl.18

Aðalfundur Sambands íslenskra kristniboðsfélaga verður haldinn kl.18 miðvikudaginn 16. maí í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð, nyrðri inngangur í austur. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum Sambandsins, en þau má lesa hér á síðunni undir flipanum „Um okkur“. Fundurinn er opinn en atkvæðisrétt hafa allir skráðir félagsmenn SÍK eða aðildarfélaga þess sem staðið hafa skil á árgjaldi liðins starfsárs. […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn 9. maí kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Hjónin Helga Vilborg Sigurjónsdóttir og Kristján Þór Sverrisson segja frá starfi Sat-7 sjónvarpsstöðinni. Þau tóku nýlega þátt í ráðstefnu á hennar vegum. Ræðumaður er Kristján Þór Sverrisson. Kaffi og meðlæti eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...

Kaffisala 1. maí

Kristniboðsfélags kvenna heldur sína árlegu kaffisölu þriðjudaginn 1. maí kl.14-17 í Kristniboðssalnum á Háaleitisbraut 58-60. Ágóði af kaffisölunni rennur til kristniboðsins. Fólk er hvatt til að koma í kaffið og styrkja um leið gott málefni.

Lesa meira...
1 2 3 4 5 35