Categories
Óflokkað

Klúbburinn: Spilakvöld

Klúbburinn, æskulýðsstarf fyrir 11-13 ára, verður á sínum stað kl. 18:00 á morgun. Við munum hittast í Kristniboðsalnum og spila nokkur vel valin spil saman. Við munum líka fá svar við spurningunni: Hver var Jesús eiginlega? Sjáumst!

Categories
Óflokkað

Samkoma í kvöld, 20. nóvember

Á samkomu í Kristniboðssalnum í kvöld kl 20 mun Skúli Svavarsson fjalla um hina nafnlausu eiginkonu Lots og einnig fáum við fréttir af starfinu. Eftir samkomu er boðið upp á kaffi og kruðerí. Allir hjartanlega velkomnir

Categories
Óflokkað

Utanríkisráðuneytið styrkir nýtt menntunarverkefni í Pókot í Keníu

Á mánudag undirrituðu Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍK, og Vilhjálmur Wiium hjá þróunarsamvinnusviði utanríkisráðuneytisins samning um byggingar við þrjá framhaldsskóla í norðurhluta Pókothéraðs á starfssvæði sem áður heyrði undir Kongelai. Byggðar verða heimavistir við tvo stúlknaskóla, lokið við heimavist við þann þriðja og byggður matsalur með eldhúsi. Mun þetta bæta úr brýnni þörf og efla stúlkur […]

Categories
Óflokkað

Jólabasar á laugardag

Árlegur jólabasar Kristniboðsfélags kvenna verður í Kristniboðssalnum á laugardag, 16. nóvember, kl. 14-17 í Kristniboðssalnum. Fjöldi muna verður til sölu, smákökur og annað bakkelsi, happdrætti, kaffi og vöfflur.

Categories
Óflokkað

Ljósbrot kemur í heimsókn á söngsamkomu

Annað kvöld , miðvikudaginn 13. nóvember verður samkoma þar sem áhersla verður á mikinn almennan söng og einnig mun kvennakór KFUK, Ljósbrot koma og syngja undir strjórn Keith Reed. Ásta Bryndís Schram, fromaður Kristniboðssambandsins hefur hugleiðingu. Efti samkomuna er boðið upp á kaffi og meðlæti og því tilvalið að setjast niður og njóta samfélagsins. Allir […]