Ný vefsíða

posted in: Óflokkað | 0

Snjallsími

 

Gamla síðan er enn aðgengilega á https://sik.is/old/.

Eins og glöggir gestir vefsíðu Kristniboðssambandsins hafa eflaust tekið eftir þá hefur ný vefsíða verið tekin í gagnið. Ástæðan fyrir þessum breytingum er að kerfið á bakvið gömlu síðuna er löngu orðið úrelt enda var það sett upp snemma árið 2008.

Síðan nýtir sér upplýsingar frá öðrum síðum og kerfum og undanfarið hafa verið gerðar breytingar á einhverjum af þessum síðum og kerfum sem hafa orðið til þess að ekki sé almennilega hægt að sækja upplýsingar þaðan lengur. Við höfum því gripið í það ráð að setja upp nýja síðu á kerfi sem ennþá er uppfært reglulega.

Aukin notkun snjallsíma hefur einnig haft áhrif á þessa ákvörðum en notkun þeirra hefur stóraukist frá árinu 2008 og er nú talið að fleiri skoði vefsíður með snjallsímum og spjaldtölvum en hefðbundnum tölvum. Mikilvægt er því að síðan höfði bæði til þeirra sem kjósa að vafra með snjallsímum og spjaldtölvum og einnig þeirra sem vafra á gamla mátann.