Kjötsúpukvöld

Kristniboðsfélag karla hefur undanfarin ár haldið kjötsúpukvöld að hausti til styrktar kristniboðsstarfinu. Ekki var hægt að bjóða upp á súpuna í fyrra vegna samkomutakmarkana en útlitið er gott í ár og því verður blásið til kjötsúpuveislu miðvikudagskvöldið 15. september kl. 19 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58- 60 3. hæð.

Skráning í kjötsúpuveisluna fer fram með því að senda póst á hkth2@hotmail.com eða hringja í síma 866 7094 (Halldór) skráningu lýkur kl. 12 þann 13. september. Verð er 3000 krónur á manninn og rennur allur ágóði til kristniboðsstarfsins.