Kína er alltaf ofarlega í huga kristniboðsvina og mjög þýðingarmikill kristniboðsakur, því þangað fóru okkar fyrstu kristniboðar. Landið er ekki aðeins fjölmennasta ríki heims heldur má búast við því að þjóðin hafi veruleg áhrif á gang mála í heiminum á næstu árum. Kirkjan í Kína vex þrátt fyrir hömlur en ekki er nákvæmlega vitað hve stór hluti þjóðarinnar er kristinn. Opinberar tölur segja 16 milljónir en talið er að kristnir Kínverjar séu allt að 100 milljónir. Kína er það sem kallast „lokað land“ þar sem kristniboðar eru ekki velkomnir og fá (þeir) ekki atvinnuleyfi. (í landinu.) Ýmsir einstaklingar vinna að hjálparstarfi í Kína (landinu) og eru með verkum sínum vitnisburður (út) um trú sína.

 Það er því ánægjulegt að SÍK tekur þátt í að senda Guðs orð til Kína með því að greiða fyrir ákveðna dagskrárþætti sem útvarpsstöðin NOREA framleiðir. (og sendir yfir landið.) Ekkert fær stöðvað útvarpbylgjurnar. Einkum er um að ræða barnadagskrá. Kannanir sýna að fólk á landsbyggðinni nýtir sér vel þessa dagskrá. (hér vantaði bil) Hlustun á (þessa) þættina er mikil og lesendabréf gefa til kynna að þeir hafi veruleg áhrif. Framlag okkar er 50.000 norskar krónur á ári eða um ein milljón íslenskar. Von okkar er sú að geta gert meira fyrir Kína í framtíðinni.