KRISTNIBOÐSSAMBANDIÐ

Í TRÚ, VON OG KÆRLEIKA

NÝJUSTU FRÉTTIR

Samkoma miðvikudagskvöldið 15. janúar

|
Samkoma verður í Kristniboðssalnum miðvikudaginn 15. janúar kl. 20:00.Ragnar Gunnarsson lýkur yfirferð sinni um Korintubréfin og veltir í kvöld upp stóru málunum þjáningu og dauða. Kaffi og samfélag að venju.

Ókeypis íslenskukennsla fyrir útlendinga

|
Íslenskukennslan á vorönn hefst fimmtudaginn 16. janúar kl. 9:30. Kennt er skv. Evrópska tungumálammanum á stigi A1, A2 og B1.Skráning fer fram hjá bryndis@sik.is. Nánari upplýsingar hér: https://sik.is/learn-icelandic/

Lofgjörðar- og bænasamkoma miðvikudaginn 8. janúar

|
Gleðilegt nýtt ár! Við hefjum dagskrá ársins á lofgjörðar- og bænasamkomu miðvikudaginn 8. janúar kl. 20:00 í Kristniboðssalnum. „Verið ætíð glöð. Biðjið án afláts. Þakkið alla hluti því að það er vilji Guðs með ykkur í Kristi Jesú“, stendur í … Continued

Jólakveðja

|
Kæru kristniboðsvinir og velunnarar SÍK. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og biðjum ykkur Guðs blessunar á nýju ári. Þökkum alla velvild, samstarf og stuðning á árinu sem er að líða. Skrifstofan verður opin á Þorláksmessu 9-16,27. desember kl. 12-14 … Continued

Jólasamkoma miðvikudaginn 18. desember

|
Síðasta miðvikudagssamkoma ársins verður 18. desember í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60.Söngsamvera með jólasöngvum.Bjarni Gíslason flytur hugleiðingu. Kaffi og gott samfélag að samkomu lokinni. „Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. Hann var í heiminum og heimurinn var orðinn … Continued

Vantar þig gott lesefni fyrir jólin?

|
Kristniboðssambandið er með fjöldan allan af áhugaverðum bókum til sölu, bæði nýjum og eldri.Nýþýdd hugvekjubók eftir Øivind Andersen er komin glóðvolg úr prentun. Margar fróðlegar og góðar eldri bækur (sumar notaðar) fást á 300-1000 kr. Endilega kíkið við á skrifstofunni … Continued

HVAÐ ER KRISTNIBOÐ EIGINLEGA?

Boðun

Kristniboð snýst annars vegar um að breiða út kristinn boðskap um víða veröld. Við viljum að allir fái tækifæri að heyra fagnaðarboðskapinn um Jesú Krist. Þar sem engin kirkja finnst vinna kristniboðar að stofnun hennar.

Kærleiksþjónusta

Kristniboð snýst hins vegar um umhyggju fyrir og þjónustu við nánungann. Við viljum leggja okkar að mörkum við að mæta þörfum þeirra sem minnst mega sín. Kristniboðar vinna að ýmis konar hjálpar-, uppbyggingar og fræðslustörfum.

Boðun og kærleiksþjónusta fara alltaf saman og hvorugt getur án hins verið.

ÞETTA HÉR ERU VERKEFNIN OKKAR ERLENDIS

Kristniboðssambandið er samstarfsaðili SAT-7, kristilegs fjölmiðlastarfs í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Um er að ræða mörg lönd þar sem hömlur eru á starfi hefðbundins kristniboðs.SAT-7 sendir út margvíslega dagskrá til að efla og styrkja kristið fólk á svæðinu. Sýnt er frá samkomum, guðsþjónustum og tónleikum. Í boði eru fræðsluþættir, viðtalsþættir, sápuórperur, fjölskylduþættir, kvikmyndir og fleira.  Auk þess er dagskrá um ýmislegt hagnýtt, svo sem siði og venjur, hreinlæti og sjúkdóma og fleira. Loks er skólasjónvarp sem fór af stað með vaxandi flóttamannastraumi til að leggja sitt að mörkum til að börn flosnuðu síður upp úr námi. Fyrir utan sérstaka rás með skólasjónvarpi, SAT-7 Academic er sérstök barnarás, sérstök rás á arabísku, önnur á farsi (send til Írans) og tyrknesk rás. Auk þess má fylgjast með dagskránni á netinu á sat7.org. Samkvæmt mælingum eru tæplega 25 milljónir áhorfenda sem fylgjast reglulega með dagskrá SAT-7.SAT-7 nýtur stuðnings breiðs hóps kirkna á svæðinu og er í raun þeirra starf því dagskrárgerð er að mestu leyti í höndum fólks sem býr og hefur alist upp í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku.Framlag SÍK árlega er 15.000 Bandaríkjadalir sem er nálgæt 2 milljónum króna.   

Kína er alltaf ofarlega í huga kristniboðsvina og mjög þýðingarmikill kristniboðsakur, því þangað fóru okkar fyrstu kristniboðar. Landið er ekki aðeins fjölmennasta ríki heims heldur má búast við því að þjóðin hafi veruleg áhrif á gang mála í heiminum á næstu árum. Kirkjan í Kína vex þrátt fyrir hömlur en ekki er nákvæmlega vitað hve stór hluti þjóðarinnar er kristinn. Opinberar tölur segja 16 milljónir en talið er að kristnir Kínverjar séu allt að 100 milljónir. Kína er það sem kallast „lokað land“ þar sem kristniboðar eru ekki velkomnir og fá (þeir) ekki atvinnuleyfi. (í landinu.) Ýmsir einstaklingar vinna að hjálparstarfi í Kína (landinu) og eru með verkum sínum vitnisburður (út) um trú sína. Það er því ánægjulegt að SÍK tekur þátt í að senda Guðs orð til Kína með því að greiða fyrir ákveðna dagskrárþætti sem útvarpsstöðin NOREA framleiðir. (og sendir yfir landið.) Ekkert fær stöðvað útvarpbylgjurnar. Einkum er um að ræða barnadagskrá. Kannanir sýna að fólk á landsbyggðinni nýtir sér vel þessa dagskrá. (hér vantaði bil) Hlustun á (þessa) þættina er mikil og lesendabréf gefa til kynna að þeir hafi veruleg áhrif. Framlag okkar er 50.000 norskar krónur á ári eða um ein milljón íslenskar. Von okkar er sú að geta gert meira fyrir Kína í framtíðinni.

Götubörn í Addis Abeba

Eþíópía er eitt fátækasta land veraldar og eru íbúar um 70 milljónir. Ástæður fyrir því að fólk lendir á götunni geta verið margvíslegar. Erfiðar aðstæður, uppskerubrestur og hörð lífsbarátta hafa leitt marga af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar í von um betra líf. Því miður verður raunin oft önnur og enda margir í betli á götum úti. Þá hafa mörg börn misst foreldra sína úr alnæmi eða öðrum sjúkdómum. Einnig eru margar fjölskyldur mjög fátækar. Börnin eru á götunni vegna þess að fjölskyldur þeirra eru svo fátækar að þær hafa ekki efni á að senda þau í skóla og byggja afkomu sína meðal annars á því að betla á götum borgarinnar. Íbúar höfuðborgarinnar eru um fimm milljónir. Erfitt er að áætla nákvæmlega hve margir búa nánast á götunni, en talið er að þeir séu að minnsta kosti 60.000 og sumir tala um jafnvel tvöfalt fleiri. Áskorunin er því mikil og nauðsynlegt að afmarka verkefnið.

Afmörkun og markmið

„Af götu í skóla“ er verkefni sem hefur að markmiði að bæta líf götubarna í Addis Abeba höfuðborg Eþíópíu. Verkefnið afmarkast við að gera götubörnum mögulegt að ganga í skóla. Markmiðið er að hjálpa og styðja börnin og aðstandendur þeirra þannig að þau fái tækifæri til að ganga í skóla í a.m.k. þrjú ár og verða þannig nýtir þjóðfélagsþegnar. Takmarkið er að styðja 100 börn.

Hvernig?

Til að ná því markmiði að gera börnum kleift að ganga í skóla þarf ekki aðeins að standa straum af kostnaði við skólagöngu s.s skólagjöld, skólabúning og skólagögn, heldur líka að bæta að einhverju leyti þann tekjumissi sem hlýst af því að börnin hætta að betla. Þetta verður gert með stuðningi til aðstandenda fyrir mat og öðrum nauðsynjum. Í samstarfi við innlendu samtökin Hope for Children in Ethiopia, sem eru með víðtækt starf meðal götubarna í Addis Abeba, verða þau börn valin sem styðja á og því fylgt eftir að samstarf við aðstandendur sé farsælt og árangur barnanna í skólanum góður. Íslenskur umsjónarmaður sem býr í höfuðborginni fylgir þessu samstarfi eftir og veitir upplýsingar jafnóðum til Íslands. Á Íslandi er verkefnsistjóri verkefnisins sem ber ábyrgð á að afla fjármuna og að þeir nýtist götubörnunum sem best.

Þinn stuðningur

Heildarkostnaður vegna hvers barns á mánuði er um 3500.- krónur eða 42.000 krónur á ári. Hægt er veita stuðning fyrir eitt ár eða fleiri.

Í ársbyrjun 2008 hófst þriggja ára lestrarkennsluverkefni í Ómó Rate. Á þremur árum er ætlunin að kenna og þjálfa hóp heimamanna sem síðan geta kennt sínu eigin fólki að lesa. Reynslan sýnir að lestrarkennsla og grunnþekking í reikningi eða stærðfræði er forsenda ýmissa framfara. Auk þess eru foreldrar sem hafa sjálfir lært að lesa yfirleitt mun jákvæðari gagnvart skólagöngu eigin barna en þeir sem eru ólæsir.Kristniboðssambandið styrkir verkefnið með um 300.000 ISK á ári.

Byggingar framhaldsskóla

Lútherska kirkjan í Keníu hefur með aðstoð frá Íslandi og Noregi reist um 100 grunnskóla að hluta eða öllu leyti í Pókot héraði í Keníu og um 15 framhaldsskóla. Nú er brýn þörf á að reisa fleiri framhaldsskóla og bæta við þá sem fyrir eru. SÍK hefur tekið að sér að byggja fjóra þeirra eftir því sem efni og aðstæður leyfa. Tveir þeirra eru á slóðum kristniboðanna, þ.e. í Propoi, en þar bjuggu kristniboðarnir í Chepareria á árum áður og þar er stór grunnskóli fyrir – og í Kongelai en sá skóli heitir Riwo. Einn skólinn er í Chepanyal. Brýnast er að koma upp skólastofum, heimavistum og mötuneyti, þ.e. matsal og eldhúsi. ÞSSÍ styrkti þetta verkefni um 60% á á sínum tíma, hin 40% eru framlög SÍK og heimamanna. Utanríkisráðuneytið styrkti árið 2013 byggingu tveggja heimavista fyrir 64 stúlkur (alls 128) við Propoi Girls Secondary School. Ráðuneytið greiddi 70% kostnaðar, SÍK og heimamenn 30%. SÍK hefur einnig styrkt byggingu skólastofu við Embo Asis Mixed Secondary School en sá skóli hefur veirð í örum vexti.

Haustið 2016 veitti Utanríkisráðuneytið 12,2 milljónum til framhaldsskóla í Pókot, nánar tiltekið Embo Asis sem fékk tvær nýjar 64 manna heimavistir og Propoi sem fékk langþráða skrifstofubyggingu og þar með losnuðu einnig tvær kennslustofur sem höfðu verið nýttar undir skrifstofu og kennarastofur. Ráðuneytið greiddi 80% kostnaðar.

Kostnaður við byggingu kennslustofu er 2-3 milljónir króna eftir stærð.

Byggingar kirkna

Einstaklingar og söfnuðir hafa tekið að sér fjármögnun kirkjubygginga í Pókothéraði í Keníu og eins í Eþíópíu á liðnum árum. Yfirleitt er forsendan sú að heimamenn séu búnir að undirbúa verkið, grafa grunn, safna byggingarefni (grjóti og sandi) en fá síðan styrk til að kaupa sement, timbur og bárujárn. Með 2-5 milljónum króna má yfirleitt koma upp heilli kirkju sem er úr hlöðnum steypublokkum eða múrsteinum en eru að öðru leyti mjög einfaldar. Sumir vinasöfnuðir hér á landi hafa styrkt við bakið á sínum vinasöfnuði eða sókn í Keníu.

Kristniboðssambandið styrkir þýðingu Biblíunnar yfir á tungumál Tsamei manna sem byggja Voító dalinn í Eþíópíu. Framlag okkar til þessa verkefnis er um 250 þúsund krónur á ári. Einnig hafa ávkeðnir þættir þýðingar Gamla testamentisins yfir á Konsómál verið styrktir. Vonandi kemur Biblían öll út á Konsómáli á næstu árum.

Kristniboðssambandið styrkir kirkjuna í Keníu til að vinna að útbreiðslu fagnaðarerindisins til nýrra svæða sem eru utan þess svæði sem unnið hefur verið á undanfarin 30 ár. Má þar nefna Mt. Elgon (vestur af Pókothéraði við landamæri Uganda), Baringo (norðaustur af héraðinu) Turkana (norður af Pókot) og Kara-Pókot. Megináhersla er á síðasta svæðið sem er norður af Kongelai og meðfram landamærum Úganda. Um tíma náði starfið inn fyrir landamæri Úganda en á því svæði búa Pókot menn einnig. Það heyrir nú undir lúthersku kirkjuna í Úganda.

SÍK styrkir þetta verkefnið frá árinu 2008 til 2020 þar sem framlögin fara smá minnkandi með tímanum enda gert ráð fyrir vaxandi framlögum á móti frá heimamönnum. Heildarkostnaður árið 2012 er um 750 þúsund krónur.

Rekstrarstyrkir

Mekane Yesus kirkjan í Eþíópíu er afar fjölmenn og nær yfir mjög stórt svæði. Kirkjan hefur vaxið ört á liðnum áratugum og teljast tæpar 6 milljónir til hennar. Skiptist hún í nokkur starfssvæði eða sýnódur sem samsvara biskupsdæmum. Við styrkjum Suðvestur-sýnódu kirkjunnar með framlagi sem lækkar um 6% á ári og er í ár um 300 þúsund krónur. Auk þess styrkjum við boðunar- og útbreiðslustarf í Voítódalnum, menntun prestsefna, lestrarkennsluverkefni (fullorðinsfræðslu) í Ómó Rate og fleira.

Námstyrkir

Kristniboðssambandið styrkir einstaklinga til náms, bæði til almennrar menntunar og ekki síst guðfræðináms. Fólk í forsvari safnaðarstarfsins hefur fengið styrki til að sækja stjórnunarnámskeið, námskeið um bókhald og fjármál og fleira. Með þessu er verið að efla heimamenn í því að stýra starfinu og byggja það upp áframhaldandi. Upphæðir og fjöldi styrkja þessara er breytileg frá ári til árs og stundum háðir því hvort sérstakir styrktaraðilar vilja taka þá að sér. Styrkirnir greiða fyrir skólagjöld og húsnæði og stundum hluta af matarkostnaði. Flestir eru að upphæð 100-200 þúsund á ári.

Verkefni um safnaðatengsl þjóðkirkjusafnaða við kirkjur í Afríku er byggt á starfi Kristniboðs- og hjálparstarfsnefndar Þjóðkirkjunnar sem hafið var á árinu 2008 að tilhlutan Karls Sigurbjörnssonar biskups. Það beinist að söfnuðum í lúthersku kirkjunum í Eþíópíu, Keníu og Malawi.

Tengslin eru bein og milliliðalaus og án fyrirframgerðra skilyrða og byggjast á ráðgjöf og umsögn stuðningsaðila sem eru Kristniboðssambandið hér á landi og biskupsstofurnar í Afríkukirkjunum. Þau felast í  bréfaskiptum, miðlun frétta, mynda og upplýsinga sem og mögulegum heimsóknum og aðstoð.

Í hverjum söfnuði taka nokkrir aðilar að sér að annast tengslin og bréfaskriftirnar, samráð og miðlun fregna af tengslasöfnuðinum heima hjá sér. Markmiðið er að byggja upp og miðla þekkingu á lífi og högum safnaðanna til hver annars og bera vinasöfnuðinn á bænarörmum. Þetta kynni síðan að leiða til verkefna sem t. d. miðuðu að rekstri heimasíðu, kynningu í guðþjónustum eða samkomum, fjáröflun eða heimsóknum.

Afríkumenn eru flestir þurfandi og ófeimnir að láta það í ljós. Viðbrögð við því skilgreinum við sjálf og af ábyrgð og gefum ekki ádrátt um hluti sem ekki verður staðið við. Munum að þeir geta einnig gefið og þannig verið myndugir í samskiptunum.

Ábatinn af þessu starfi er aukin þekking og meðvitund um stöðu fólks í þróunarríkjunum, um fjölbreytni kristilegs trúarlífs og gleði af því að gera öðrum gott. Í tengslaverkefninu eru fólgin sérstök verkefni barna- og unglingastarfs, öldrunarstarfs, fræðslustarfs, kóra og þemaguðsþjónusta. Þeir söfnuðir sem taka þátt verða fyrirmynd annarra í því að samþætta kristniboðshugsjónina öllu starfi safnaðarins.

Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum …“

Mattheusarguðspjall 28:18