Kristniboðssambandið er samstarfsaðili SAT-7, kristilegs fjölmiðlastarfs í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Um er að ræða mörg lönd þar sem hömlur eru á starfi hefðbundins kristniboðs.SAT-7 sendir út margvíslega dagskrá til að efla og styrkja kristið fólk á svæðinu. Sýnt er frá samkomum, guðsþjónustum og tónleikum. Í boði eru fræðsluþættir, viðtalsþættir, sápuórperur, fjölskylduþættir, kvikmyndir og fleira.  Auk þess er dagskrá um ýmislegt hagnýtt, svo sem siði og venjur, hreinlæti og sjúkdóma og fleira. Loks er skólasjónvarp sem fór af stað með vaxandi flóttamannastraumi til að leggja sitt að mörkum til að börn flosnuðu síður upp úr námi. Fyrir utan sérstaka rás með skólasjónvarpi, SAT-7 Academic er sérstök barnarás, sérstök rás á arabísku, önnur á farsi (send til Írans) og tyrknesk rás. Auk þess má fylgjast með dagskránni á netinu á sat7.org

Samkvæmt mælingum eru tæplega 25 milljónir áhorfenda sem fylgjast reglulega með dagskrá SAT-7.SAT-7 nýtur stuðnings breiðs hóps kirkna á svæðinu og er í raun þeirra starf því dagskrárgerð er að mestu leyti í höndum fólks sem býr og hefur alist upp í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku.Framlag SÍK árlega er 15.000 Bandaríkjadalir sem er nálgæt 2 milljónum króna.