Kristniboðssambandið styrkir einstaklinga til náms, bæði til almennrar menntunar og ekki síst guðfræðináms á starfssvæðum SÍK í Eþíópíu og Keníu. Fólk í forsvari safnaðarstarfsins hefur fengið styrki til að sækja stjórnunarnámskeið, námskeið um bókhald og fjármál og fleira. Með þessu er verið að efla heimamenn í því að stýra starfinu og byggja það upp áframhaldandi. Upphæðir og fjöldi styrkja þessara er breytileg frá ári til árs og stundum háðir því hvort sérstakir styrktaraðilar vilja taka þá að sér. Styrkirnir greiða fyrir skólagjöld og húsnæði og stundum hluta af matarkostnaði. Flestir eru að upphæð 100-200 þúsund á ári.