Í ársbyrjun 2008 hófst þriggja ára lestrarkennsluverkefni í Ómó Rate. Á þremur árum er ætlunin að kenna og þjálfa hóp heimamanna sem síðan geta kennt sínu eigin fólki að lesa. Reynslan sýnir að lestrarkennsla og grunnþekking í reikningi eða stærðfræði er forsenda ýmissa framfara. Auk þess eru foreldrar sem hafa sjálfir lært að lesa yfirleitt mun jákvæðari gagnvart skólagöngu eigin barna en þeir sem eru ólæsir.Kristniboðssambandið styrkir verkefnið með um 300.000 ISK á ári.