Einstaklingar og söfnuðir hafa tekið að sér fjármögnun kirkjubygginga í Pókothéraði í Keníu og eins í Eþíópíu á liðnum árum. Yfirleitt er forsendan sú að heimamenn séu búnir að undirbúa verkið, grafa grunn, safna byggingarefni (grjóti og sandi) en fá síðan styrk til að kaupa sement, timbur og bárujárn. Með 2-5 milljónum króna má yfirleitt koma upp heilli kirkju sem er úr hlöðnum steypublokkum eða múrsteinum en eru að öðru leyti mjög einfaldar. Sumir vinasöfnuðir hér á landi hafa styrkt við bakið á sínum vinasöfnuði eða sókn í Keníu.