Kristniboð er hjálparstarf og boðun kristinar trúar til annara þjóða!
Kristniboðar vinna að BOÐUN samhliða:
-
fræðslu
-
hjúkrun
-
heilsuvernd
-
þróunarverkefnum svo sem umbótum í landbúnaði, verndun vatnsbóla
-
OG MARGT FLEIRA!
Á tímum hungursneyðar taka þeir þátt í víðtæku hjálparstarfi og matvæladreifingu.
Jesús lagði áherslu á það við lærisveina sína að þeir útbreiddu trúna.
Hann sagði: „Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum“. Víða í Biblíunni er tekið fram að allar þjóðir eigi rétt á að heyra um Guð. Það er hlutverk lærisveina Krists, einnig nú á dögum, að flytja boðskap Biblíunnar „til enda veraldar“.
Hverjir eru kristniboðar?
Venjan hefur verið að líta á kristniboðoa sem fólk er starfar meðal þjóða og þjóðarbrota þar sem fáir þekkja eða trúa á Jesú. Fleur það yfirleitt í sér að flytja og starfa í öðru menningarumhverfi en maður er hluti af sjálfur.
Kristniboðar eru kennarar, læknar, hjúkrunarfræðingar, guðfræðingar o.s.frv. Áður en þeir halda til starfa læra þeir tungumál viðkomandi þjóðar eða þjóðarbrots. Einnig fræðast þeir um siði og menningu fólksins.
.