Einfaldasta leiðin til að gefa til starfs Kristniboðssambandsins er að leggja inn á gjafareikninga þess. Það má gera í útibúi viðkomandi banka eða í heimabönkum. Eins má að sjálfsögðu afhenda gjafir á skrifstofu SÍK, Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík.

Gjafareikningar SÍK eru:

Íslandsbanki                 0515-26-002800
Landsbankinn               0117-26-002800
Arion banki                   0328-26-002800

Kennitalan er 550269-4149

Skattafrádráttur

Frá 1. nóvember 2021 geta þau sem gefa til starfs SÍK fengið skattafrádrátt á móti að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Á þetta við um gjafir að upphæð 10-350 þúsund á ári, samanlagt, 700 samtals fyrir fólk sem er með sameiginlegt skattaframtal. Þó skulu gjafir gefnar í nafni beggja. Gjafir millifærðar eru skráðar jafnóðum en þar kemur nafn og kennitala fram. Samskot á samkomum skulu lögð í þar til gerð umslög með nafni og kennitölu ásamt reiðufé eða afriti úr posa eða fá kvittun fyrir framlaginu. Í lok árs eru upplýsingar sendar til Skattsins og gjafir forskráðar á skattaframtal. 

Þau sem búa í Noregi og greiða skatt þar geta einnig nýtt sér skattaafslátt skv. ávkörðun Skatteetaten eftir umsókn frá SÍK. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu SÍK og gefið upp norska kennitölu, nafn og heimilisfang. Hámarksupphæð er 50.000 NOK á ári á einstakling.