Kristniboðssambandið hefur nú gefið út gjafakort. Kortin er hægt að kaupa til að gefa við hin ýmsu tækifæri. Með kaupum á kortunum er ákveðnum hluta kristniboðsstarfsins veittur styrkur. Hvetjum við kristniboðsvini til að kaupa kortin þegar þeir ætla að gleðja vini og vandamenn. Þau eru nýjung í fjár­öflun Kristniboðssambandsins. Hægt er að kaupa kortin á Basarnum – nytjamarkaði Kristniboðssambandsins, Austurveri, Háaleitisbraut 68.

Af götu í skóla
Af götu í skóla
Verð: 4.000 kr.
Texti: Verkefnið Af götu í skóla tryggir börnum skólagöngu. Þeim er bjargað frá betli til betra lífs. Gjöf þín rennur til fjölskyldna bágstaddra barna.
Betri heilsa
Betri heilsa
Verð: 3.000 kr.
Texti: Góð heilsa er gulli betri. Þetta máltæki á sérstaklega vel við í fátækum ríkjum þar sem oft er litla eða enga heilsugæslu að finna. Kristniboðssambandið hugar ætíð að manninum öllum, líkama, sál og anda. Gjöf þín bætir heilsu fátækra.
Daglegt brauð
Daglegt brauð
Verð: 3.000 kr.
Texti: Með fjölbreyttu starfi sínu og áherslu á líkama, sál og anda, tekur Kristniboðssambandið þátt í að tryggja fátæku fólki daglegt brauð. Gjöf þín á þátt í að auka aðgang að heilsugæslu, vatni, menntun og atvinnutækifærum – og neyðarhjálp þegar á reynir.
Fagurt fótatak
Fagurt fótatak
Verð: 10.000 kr.
Texti: Innlendir þjónar Jesú Krists, karlar og konur, leggja oft mikið á sig er þeir ferðast um afskekkt héruð Eþíópíu og Keníu til að boða trú á kærleiksríkan Guð. Kristniboðssambandið styður störf þeirra með beinum fjárframlögum. Gjöf þín er gjöf til þeirra.
Fótbolti
Fótbolti
Verð: 2.500 kr.
Texti: Heilbrigð sál í hraustum líkama. Þetta eru einkunnarorð öflugs æskulýðsstarfs sem Kristniboðssambandið leggur ríka áherslu á. Oft er safnast saman til íþróttaiðkunar eða til að syngja saman í kór. Gjöf þín gefur börnum gleðiríkar stundir í samfélagi við önnur börn.
Litla gula hænan
Litla gula hænan
Verð: 5.000 kr.
Texti: Læsi er lykill að þroska einstaklingsins og samfélaginu sem hann býr í. Kristniboðssambandið leggur mikla áherslu á almenna menntun barna og fullorðina á starfssvæðum sínum.
Gjöf þín hjálpar fólki að verða sjálfbjarga.
Múrsteinn
Múrsteinn
Verð: 5.000 kr.
Texti: Með beinum fjárframlögum kostar Kristniboðssambandið byggingu fjölmargra skóla í Eþíópíu, Keníu og Kína, auk bygginga sjúkraskýla og heilsugæslustöðva. Hver múrsteinn skiptir máli, líka þinn.
Útvarp og sjónvarp
Útvarp og sjónvarp
Verð: 5.000 kr.
Texti: Í fjölmörgum löndum er bannað að boða trú á Jesú Kristi. Kristniboðssambandið styður útvarps- og sjónvarpsendingar til landa sem lokuð eru fyrir kristniboðum. Rík áhersla er á vönduðu og fræðandi efni. Gjöf þín gleður kristið fólk í löndum þar sem ekki er leyfilegt boða Guðs orð með öðrum hætti.
Vinátta
Vinátta
Verð: 2.000 kr.
Texti: Sönn vinátta verður til þegar harðneskja og fordómar víkja fyrir kærleika. Starfsemi Kristniboðssambandsins gengur út á að miðla hlýju og kærleika í orði og verki. Gjöf þín eflir sanna vináttu.