Lútherska kirkjan í Keníu hefur með aðstoð frá Íslandi og Noregi reist um 100 grunnskóla að hluta eða öllu leyti í Pókot héraði í Keníu og um 30 framhaldsskóla. Á undanförnum árum hafa risið skólastofur og heimavistir til að bæna úr brýnni þörf. Fram til 2012 styrkti ÞSSÍ (Þróuanrsamvinnustofnun Íslands) uppbyggingu nokkurra skóla um 60%. Frá 2013 hefur utanríkisráðuneytið styrkt byggingu heimavista, skrifstofubygginga og skólastofa við 10 grunnskóla og tæplega 20 framhaldsskóla. Styrkur utanríkisráðuneytisins var og er að jafnaði 80% af byggingarkostnaði hvers verkefnis fyrir sig.
Frá upphafi starfsins árið 1978 hefur SÍK lagt fram fjármuni til bygginga 16 grunnskóla og 12 framhaldsskóla. Flestir eru innan Pókothéraðs en einn í Túrkana, annar í Elgeyo-Marakwet og einn í Baringo. Seinni árin hefur áherslan verið á afskekkt svæði, einkum þegar um grunnskóla er að ræða. Með bættri aðstöðu laðast fleiri að námi og líkur á brottfalli minnka, með heimavistum fyrir stúlkur í framhaldsskólum er öryggi þeirra tryggt og stuðningur sem gerir æ fleirum kleift að ljúka framhaldsskóla og fara í háskólanám. Verkefni SÍK á þessu sviði falla fel að 4. heimsmarkmiði SÞ, Menntun fyrir alla.
Kostnaður við byggingu kennslustofu er 2-3 milljónir króna eftir stærð.
Á árunum 2018-2019 var byggð heimavist stúlkna í Konsó til að auðvelda þeim og tyggja öryggi þeirra stúlkna sem stunda framhaldsskóla nám í Konsó. Verkefnið var upp á 14 milljónir og var kostað með arfi eftir Maríu Finnsdóttr hjúkrunarfræðing, en hún fylgdist vel með starfinu þar og heimsótti sjálf Konsó tvisvar sinnum. Grunnskólinn á kristniboðsstöðinni var á sínum einnig byggður fyrir fjármuni frá SÍK.