Kristniboðssambandið styrkir þýðingu Biblíunnar yfir á tungumál Tsamei manna sem byggja Voító dalinn í Eþíópíu. Framlag okkar til þessa verkefnis er um 250 þúsund krónur á ári. Árið 2024 kom út Biblían á konsó-máli með latnresku letri, en SÍK og Hið íslenska biblíufélag höfðu styrkt þýðingarstarfið í áraraðir.