Posted on

Sunnudagssamkoma 29. september

Yfirskrift samkomunnar er: Afhverju þurfti Jesús að deyja?
Ræðumaður: Kristján Þór Sverrisson
Sigurður Bjarni Gíslason leiðir lofgjörðina
Sunnudagaskóli fyrir börnin í umsjá Dagbjarts Elí Kristjánssonar
Boðið upp á túlkun yfir á ensku í gegnum túlkunarbúnað
Lofgjörð, fyrirbæn og kærleiksríkt samfélag
Ljúffengur matur í boði eftir samkomuna sem Laufey Aðalsteinsdóttir reiðir fram af sinni alkunnu snilld. Maturinn kostar 1000 kr á mann, 500 kr fyrir 10- 16 ára og frítt fyrir yngri en 10 ára. Hámark fyrir fjölskyldu er 2500 kr

Kristján Þór Sverrisson verður ræðumaður samkomunnar
Posted on

Fjölskyldumót í Vatnaskógi

Helgina 11.- 13 október mun Kristniboðssambandið ásamt Íslensku Kristskirkjunni halda haustmót í Vatnaskógi. Dagskráin verður sniðin fyrir fólk á öllum aldri og verður sérstök dagskrá fyrir börnin. Verði verður stillt í hóf en nánari upplýsingar um það og nákvæmari dagskrá munu birtast hér á næstu dögum. Við hvetjum okkar fólk til að taka helgina frá og njóta samfélagsins og þess sem Skógurinn hefur upp á að bjóða. Skráning fer fram í gegnum netfangið helga.vilborg@sik.is

Posted on

Heimsókn frá Noregi á samkomu í kvöld

Hér á landi er nú staddur hópur frá biblíuskólanum Fjellheim í Noregi. Hópur frá skólanum hefur komið hingað á hverju hausti núna nokkur undanfarin ár og tekið virkan þátt í starfi Kristniboðssambandsins, Kristilegu skólahreyfingarinnar og fleiri kristilegra félaga og hópa. Þau munu taka þátt í samkomunni í kvöld með vitnisburðum og söng. Kennarinn þeirra, Jörgen Storvoll mun hafa hugleiðingu. Samkoman hefst að venju kl 20 og eftir samkomuna er boðið upp á kaffi og kruðerí. Allir hjartanlega velkomnir.

Hópurinn frá Fjellheim heimsótti í gær íslenskukennsluna í Kristniboðssalnum