af götu í skóla

Starf meðal götubarna í Addis Abeba höfuðborg Eþíópíu.

Götubörn í Addis Abeba

Eþíópía er eitt fátækasta land veraldar og eru íbúar um 120 milljónir. Ástæður fyrir því að fólk lendir á götunni geta verið margvíslegar. Erfiðar aðstæður, uppskerubrestur og hörð lífsbarátta hafa leitt marga af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar í von um betra líf. Því miður verður raunin oft önnur og enda margir í betli á götum úti. Þá hafa mörg börn misst foreldra sína úr alnæmi eða öðrum sjúkdómum. Einnig eru margar fjölskyldur mjög fátækar. Börnin eru á götunni vegna þess að fjölskyldur þeirra eru svo fátækar að þær hafa ekki efni á að senda þau í skóla og byggja afkomu sína meðal annars á því að betla á götum borgarinnar. Íbúar höfuðborgarinnar eru um fimm milljónir. Erfitt er að áætla nákvæmlega hve margir búa nánast á götunni, en talið er að þeir séu að minnsta kosti 60.000 og sumir tala um jafnvel tvöfalt fleiri. Áskorunin er því mikil og nauðsynlegt að afmarka verkefnið.

Afmörkun og markmið

Markmið verkefnisins er að aðstoða konur og börn sem búa á götunni eða við mjög bágar aðstæður. Að aðstoða þessar konur við að koma undir sig fótunum og með því koma í veg fyrir að börn þeirra alist upp á göunni.

Hvernig?

Upphaflega var verkefnið í samstarfi við grasrótar samtökin „Hope for Children in Ethiopia“ en vegna skorts á endurgjöf frá þeim og  eftirfylgni er verkefnið er núorðið unnið alfarið í samstarfi við samtökin „My sisters“. Upphaflega voru „My sisters“ samtökin  stofnuð af norska kristniboðanum Marit Bakke en er nú alfarið stýrt af innlendum starfsmönnum með stuðningi frá Noregi, Íslandi, Danmörku og fleiri löndum. „My sisters“ starfar meðal þeirra allra fátækustu í Addis Abeba höfuðborg EÞíópíu. Unnið er í samstarfi við yfirvöld á staðnum. My sisters rekur dagheimili þar sem börn geta dvalið á meðan mæður þeirra sem eru í flestum tilfellum ekkjur eða einstæðar mæður, fara til vinnu eða eru í námi. Þessar konur eru í mikilli hættu á að lenda á götuni og eru sumar þeirra fórnarlömb vændis. Samtökin reka skóla fyrir mæðurnar þar sem þær geta lært að verða leikskólaleiðbeinendur eað hárgreiðslukonur og aukið þanig atvinnumöguleika sína. Þetta er mikilvægt forvarnarstarf sem hefur áhrif ekki síst á börnin þeirra sem eiga annars á hættu að enda á götunni.  „My systers“ styður einnig við fjölskyldur langveikra og fatlaðra barna í borginni m.a. með hemsóknum, fjárstuðningi, aðstoð við lyfjakaup ofl.

Þinn stuðningur

Heildarkostnaður vegna hvers barns á mánuði er um 4500.- krónur eða 54.000 krónur á ári. Hægt er veita stuðning fyrir eitt ár eða fleiri.

Mögulegt er að taka að sér ákveðið barn eða fjölskyldu. Samtökin úthluta fósturforeldrum barni, ekki er mögulegt að velja barn eða fjölskyldu. Því miður er ekki hægt að vera í beinu sambandi við barnið/fjölskylduna og ekki ætlast til að fósturfjölskylda sendi sínu barni eða fjölskyldu gjafir eða auka fjármuni nema þess sé sérstaklega óskað td. ef upp kemur þörf á aukinni læknisþjónustu. Hægt er að fá fréttir af fósturbarninu/fjölskyldunni í gegnum samtökin. Þetta er til þess að forðast mismunun milli barna þar sem það er erfitt að útskýra fyrir þeim hvers vegna eitthvað barn fær fallegar gjafir og annað ekki.