Samkoma í kvöld kl. 20

Í kvöld, miðvikudaginn 14. september, verður samkoma að venju í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, kl. 20. Janet og Mehran sem búa á Bretlandi eru hér í heimsókn og mun hann segja okkur frá starfi sínu meðal Írana í London og nágrenni.

SÍK hefur um nokkurt bil beint augum að Íran og Írönum með þátttöku sinni í Sat7, sem sendir út á fimm rásum og er ein á farsi, hugsuð fyrir Írani. Hinar eru á arabísku og tyrknesku.

Allir eru hjartanlega velkomnir á samkomuna. Kaffi, te og maul eftir samkomuna.