Samkomur og streymi á nýju ári

Eins og við vitum öll er framhald varðandi samkomutakmarkanir fremur óljóst eins og staðan er í dag. Þar af leiðandi vitum við ekki enn hvenær við getum opnað salinn fyrir hefðbundið samkomuhald. Miðvikudaginn 6. janúar nk. verður ekki nein dagskrá úr salnum en við stefnum að því að streyma stuttri stund með lofgjörð og hugvekju miðvikudagskvöldið 13. janúar.