Categories
Fréttir Heimastarf

Miðvikudagssamkomur í mars 2020

Alla miðvikudaga eru samverur í kristniboðssalnum kl 20, nema annað sé tekið fram. Það eru allir hjartanlega velkomnir á samverurnar. Dagskrá marsmánaðar er eftirfarandi:

4.mars

Almenn samkoma

Gangan með Guði- Lúk. 24:13- 35

Ræðumaður: Vigfús Ingvar Ingvarsson

8.- 15. mars- Kristniboðsvika

Sjá nánar á sér dagskrá

(Miðvikudagskvöldið 11. mars kl 19 verður Eþíópíukvöld,miðaverð kr.3900)

18. mars

Fræðslukvöld

Gunnar Jóhannes Gunnarsson fjallar um Jesaja

25. mars

Kristniboðssamkoma

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir segir í máli og myndum frá alþjóðlegri  ráðstefnu um málefni flóttamanna sem fór fram í Malmö í Svíþjóð í febrúar sl. og segir einnig fréttir af íslenskukennslunni.

Ragnhildur Gunnarsdóttir hefur hugleiðingu

Eftir samkomur er boðið upp á kaffi og kruðerí