Miðvikudagssamkomur hefjast 12. ágúst

Að öllu óbreyttu munu miðvikudagssamkomur hefjast aftur núna 12. ágúst. Passað verður upp á að fara eftir öllum sóttvarnarreglum.

Dagskrá ágústmánaðar er eftirfarandi:

12. ágúst Óskalagasamkoma í umsjá hjónanna Ástu Bryndísar Schram og Keith Reed. Samkomugestum gefst tækifæri til að velja sálma og lög og fluttarverða fréttir af kristniboðsakrinum

19. ágúst Samkoma helguð minningu Ólafs Ólafssonar sem var fyrsti kristniboðinn á vegum SÍK í Kína. Þann 14. ágúst verða liðin 125 ár frá fæðingu Ólafs og einnig eru 100 ár frá því hann hóf för sína til starfa í Kína með viðkomu í Ameríku. Umsjón hafa hjónin Haraldur Jóhannsson og Margrét Jóhannesdóttir sem er barnabarn Ólafs. ATHUGIÐ AÐ SAMKOMAN VERÐUR Í GRENSÁSKIRKJU

26. ágúst RHP Roundtable í Malmö 2020. Helga Vilborg Sigurjónsdóttir hefur hugleiðngu og segir frá ráðstefnu sem hún tók þátt í um kristniboð meðal flóttafólks í Evrópu sem haldin var í Malmö í febrúar á þessu ári