Fundir falla niður hjá Kristniboðsfélagi kvenna

Vegna samkomutakmarkanna falla allir fundir niður hjá Kristniboðsfélagi kvenna um óákveðinn tíma. sömu sögu er að segja um fundi hjá Kristniboðsfélagi karla. Hefðbundnar samkomur falla einnig niður tímabundið en stefnt er að því að streyma áfram efni af og til á miðvikudagskvöldum þar til unnt verður að halda samkomur á ný

Þar sem starfið liggur að miklu leyti niðri og ekki er hægt að taka samskot minnum við á gjafareikning Kristniboðssambandsins: 0117- 26-002800 kt. 550269- 4149