Áttu eða þekkirðu barn sem langar að syngja í kór?

Þriðjudaginn 14. september hefst nýtt barnakórstarf í Kristniboðssalnum

Æft verður í tveimur hópum. 7- 11 ára og 3- 6 ára (óskað er eftir því að 3 og 4 ára börn verði í fylgd foreldra á æfingum)

Efnisskráin verður fjölbreytt og alþjóðleg en stefnt er að því að sungið verði til helminga á íslensku og öðrum tungumálum.

Eins og áður segir verða æfingar á þriðjudögum eldri hópur kl. 15- 16 og yngri kl. 16:20- 17:00. Á milli hópa eða kl. 16- 16:15 verður stutt sögustund og hressing í boði fyrir báða hópa.

Þátttaka kostar ekkert

Stjórnandi kóranna verður Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, tónmenntakennari og söngkona sem jafnframt er starfsmaður Kristniboðssambandsins

Skráning fer fram í gegnum netfangið bryndis@sik.is þar sem koma þarf fram nafn barns og fæðingarár, nafn forráðamanns og símanúmer og gott væri að vita ef barnið talar fleiri tungumál en íslensku