Aðalfundur flyst til 3. júní

posted in: Fréttir, Heimastarf | 0

SÍK hefur ákveðið að færa aðalfundinn, sem boðaður hafði verið 6. maí, til 3. júní kl. 18. Endanleg staðsetning er ekki komin og ræðst af því rými sem þörf er á til að fylgja leiðbeiningum um 2m nálgunarmörk sem væntanlega verða í gildi.

Fyrir fundinum liggja lagabreytingartillögur stjórnar sem finna má undir liðnum „Lög SÍK“ sem finna má undir flettistikunni „Um okkur“ hér á heimasíðunni. Einkum er um að ræða nýja grein sem kveður á um að SÍK starfi samkvæmt ákvæðum laga um almannaheilla samtaka sem starfa þvert á landamæri. Aðrar breytingar eru minni háttar.